Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Síða 7

Freyr - 01.07.1985, Síða 7
Náttúruauðæfi Hagfræðin kennir að að baki allrar fram- leiðslu standi þrír þættir; vinna, fjármagn og náttúrugæði. Með fjármagni er átt við fram- leiðslutæki hvers konar, svo sem hús og vélar, og með náttúrugæðum er átt við verðmæti þau sem sótt eru til náttúrunnar. ísland býr yfir margháttuðum náttúru- auðæfum þó að hér á landi skorti ýmis þau gæði náttúrunnar sem einkenna önnur lönd. Þegar litið er yfir 1100 ára sögu þjóðarinnar er það annars vegar gróðurmoldin og það líf sem hún hefur borið, gróður og tamin og ótamin dýr, sem framfleytt hefur þjóðinni, og hins vegar fiskur og önnur dýr sem veidd hafa verið í hafinu í kringum landið og í ám og vötnum. Á þessari öld hefur svo tekist að nýta auðlindir sem áður skorti tæknikunnáttu til að nýta, svo sem vatnsafl og jarðhita. Stundum er um það talað að þjóðin lifi eingöngu á fiskveiðum vegna þess að fiskur og fiskafurðir hafa skilað mestu af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar. Þá getur verið fróðlegt að vita að aflaverðmæti til sjómanna og útgerð- armanna hér á landi árið 1984 var kr. 8842 milljónir. Til samanburðar voru verðmæti landbúnaðarafurða til bænda á verðlagsárinu 1. sept 1983 til 31. ágúst 1984 kr. 4 670 millj. Með framangreint í huga er fróðlegt að kynnast því hvað kennt er í grunnskólum landsins um þetta efni. í landafræði 1. hefti þriðju útgáfu frá 1980 sem kennd er í 7. bekk grunnskóla er eftirfarandi kafli á bls. 45 og 46 um náttúruauðæfi íslands. „Vatnsafl og jarðhiti eru náttúruauðæfi sem ekki ganga til þurrðar og eru mjög mikilvægar orkulindir hér á landi. Fiskimiðin við ísland eru líka auðlind sem getur enst um aldur og ævi ef hófs er gætt við veiðarnar. Hagnýt efni í jörðu eru fá á íslandi. Mór myndast í mýrum þegar plöntuleifar safnast saman en ná ekki að rotna af því að súrefni loftsins nær ekki til þeirra. Mómýrar eru víðlendar, líklega 8—10% landsins. Mótekja tíðkaðist frá landnámstíð og var mórinn þurrkaður og notaður til eldsneytis en nú er mótekja mjög lítil. Á milli blágrýtislaga eru víða plöntuleifar sem orðnar eru að surtar- brandi (mókolum). Hann hefur orðið til í mýrum eins og mór en hraunlög síðan runnið yfir og mórinn harðnað og kolast. Hann hefur nokkuð verið notaður til eldsneytis en surtar- brandslög eru þunn svo að vinnslan er torveld. Á fyrstu öldum íslandsbyggðar var stund- aður rauðablástur, mýrarauði brenndur með viðarkolum og unnið úr honum járn en slík vinnsla svarar ekki kostnaði nú á dögum. Brennisteinn var áður nokkuð unninn í S.- Þingeyjarsýslu og Krýsuvík. Hann var fluttur út og aðallega notaður til púðurgerðar. Nú er brennisteinn mikið notaður í iðnaði en brennisteinsnám er nú ekkert hér því að brennisteinslögin eru svo þunn að stórvirkum vinnsluaðferðum verður ekki komið við. Silf- urberg var um skeið unnið við Reyðarfjörð og flutt út. Ofaníburður og steypuefni eru einna mikil- vægust þeirra jarðefna sem nú eru unnin á landinu. Möl, sandur, vikur og gjall eru dæmi um slík efni. Gæði steypuefna fara eftir því úr hvaða bergtegundum þau hafa orðið til. Sjór- inn og árnar hafa fágað og þvegið möl og sand og þess vegna er steypuefni einkum sótt í fjörur við sjávarsíðuna en í áreyrar og malar- hjalla annars staðar. Skeljasandur og líparít eru notuð til sementsgerðar og skeljasandur er einnig notaður í áburðarkalk. Kísilgúr (barnamold) myndast af skeljum kísilþörunga. Þegar þeir deyja og falla til botns í vötnum verða smám saman til jarðlög. Kísilgúr er m. a. notaður til að hjúpa tilbúinn áburð til varnar gegn raka og í síur ti! að hreinsa ýmsa vökva. Þykk lög af kísilgúr eru t. d. í botni Mývatns og mun þar vera stærsta náma Evrópu þessarar tegundar. Kísil- gúrverksmiðja er við Mývatn og hófst starf- semi þar 1967.“ Hlutur gróðurmoldarinnar sem náttúru- auðæfa á íslandi hefur hér gleymst. Vafalaust hefur það gerst af vangá og er ástæða til að fara fram á að úr því verði bætt við endurút- gáfu bókarinnar. M.E.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.