Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 10

Freyr - 01.07.1985, Page 10
raust. Hvanneyrarkirkja er lítil en hún er hlýlegt guðshús og ber það með sér að vel er um hana hugsað eins og vera ber. Þegar hér var komið sögu var farið í Bútæknihúsið þar sem nem- endum eru kenndar smíðar og vélfræði. Hilmar Hálfdánarson vélfræðikennari sýndi kennslu- tækni og verkfærakost deildarinn- ar og sagði frá kennslu í náms- greininni. Þarna mátti sjá sýnis- horn af smíðisgripum nemenda bændaskólans og báru þeir vott um hagleik og vandvirkni. Þarna læra nemendur að gera við vélar og landbúnaðartæki, taka upp mótora, rafsjóða, o. fl., því að margs þarf búið við. Aðkeyptar vélaviðgerðir eru bændum dýrar og best að vera sem mest sjálf- bjarga í þeim efnum. Bútækni- deild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins hefur aðsetur á Hvanneyri og sögðu Ólafur Guð- munsson deildarstjóri og Grétar Einarsson sérfræðingur frá starfs- sviði og verkefnum deildarinnar. Viðfangsefni deildarinnar eru ferns konar: búvéla- og verkfær- aprófanir, tilraunir með jarðrækt- artækni, tilraunir með fóðurverk- un og tækni við hana og loks tilraunir með innréttingar og tæknibúnað í útihúsum. Úti í horni í skála Bútækni- deildar stóð varmaskápur, smíð- aður þar á staðnum til þess að mæla varmatap sauðfjár fyrir og eftir rúning. Skoðað skólabúið. A Hvanneyri er rekið skólabú, aðallega með kýr og kindur, og er það mjög tengt starfsemi skólans. I útihúsunum eru nemendum kenndar mjaltir, búfjárdómar og rúningur, og þar fara fram æfingar í byggingafræði. Nú var haldið í fjós. Hvann- eyrarfjós er komið nokkuð til ára sinna en var endurbyggt á áttunda áratugnum. Þá voru innréttingar í því endurnýjaðar og ristarflór sett- ur í það og skipt um þak á hlöð- unni. Magnús Jónsson kennari í Skyggnsl um á bókasafninu. Fyrir miðju Hjalti Gestsson, Jónas Jónsson og Gísli Pálsson. t Hvanneyrarkirkju. Trausti kennari segir frá. því hve fjölbreytt og öflugt félags- líf er í skólanum. Félagslegi þátt- urinn á slíkri stofnun er einn hinn mikilvægasti í þeirri viðleitni að búa nemendur undir lífsbaráttuna. Reynslan hefur sýnt að þessa er þörf því að búfræðingar frá bændaskólanum hafa löngum orð- ið framámenn i sveit sinni og héraði. Gengið um garð á Hvanneyri. Að loknum snæðingi var farið um skrifstofur skólans og í bókasafn- ið, undir leiðsögn Magnúsar Ósk- arssonar kennara. Þarna mun vera samankomið mesta safn bóka um landbúnað hérlendis svo sem hæf- ir æðstu menntastofnun í landbún- aði á Islandi. Það er í kjallara gamla skólahússins, glæsilegt safn og vel búið. Næst var gengið í Hvanneyrar- kirkju. Trausti Eyjólfsson kennari sýndi kirkjuna. Einn Búnaðar- þingsfulltrúinn, Bjarni Guðráðs- son bóndi og organisti í Nesi, lék á orgelið en viðstaddir sungu við 498 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.