Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 13
Magnús Óskarsson kennari. eyri. Hann sagði að skólinn fengi nú fjörutíu milljónir kr. til starf- seminnar, en það væri of lítið ef stofnunin ætti að rækja ætlunar- verk sitt eins og henni bæri að gera. Til dæmis væri brýnt að skólinn sinnti meira alifugla- og svínarækt, en nú er. Af hálfu gesta tóku Ásgeir Bjarnason forseti Búnaðarþings og Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri til máls og þökkuðu heimboðið og höfðinglegar mót- tökur. Að lokum var Nautastöð Bún- aðarfélags Islands heimsótt, en stöðin stendur austan við þjóðveg- inn snertispöl frá Hvanneyrarstað. Diðrik Jóhannsson framkvæmda- stjóri og Ingimar Einarsson starfs- maður tóku á móti gestum og sýndu stöðina, en gestir þáðu hressingu í boði Búnaðarfélags ís- lands. Þarna standa að jafnaði 20—30 naut til sæðistöku. Á síð- asta ári voru frystir um 150.000 sæðisskammtar („strá") og frá stöðinni voru sæddar nálega 30.000 kýr. Öll búnaðarsambönd landsins skipta við stöðina. Nú var haldið heimleiðis eftir einstaklega vel heppnaða og ánægjulega heimsókn á aðal mentaból landbúnaðarins á ís- landi, Hvanneyri. J.J.D. Runólfur Sigursveinsson yfirkennari. Sigtryggur Björnsson kennari. Starfslið við Bændaskólann á Hvanneyri 22. fehrúar 1985. Fremri röð: Runólfur Sigursveinsson yfirkennari. Sveinn Hallgrínisson skólasrjóri, Guðmundur Hallgrímsson hústjóri. Jón Ólafur Gudmundsson deildarstjóri vid Bútœknideild. Aftari röð: Jón Halldórsson fóðurmeislari. Magnús B. Jónsson kennari, Gtsli Sverrisson kennari, Arni Snœbjörnsson kennari, Magnús Óskarsson kennari, Grétar Einarsson scrfrœðingur við Búta'knideild, Sigtryggur Björnsson kennari, Hilmar Hálfdánarson kennari, Bjarni Guðmundsson kennari. Framleidsluráð landbúnaðarins Bætur fyrir fé sem ferst í umferðinni 1985 Tvílembingur ................................. kr. 2.500,- Einlembingur.................................. kr. 3.000,- Veturgömul kind .............................. kr. 4.000,- Ærtil júlíloka ............................... kr. 4.000,- Æreftir 1. ágúst.............................. kr. 3.000,- 1. verðl. hrútur ............................. kr. 9.000,- 2. verðl. hrútur ............................. kr. 6.000,- 3. verðl. hrútur ............................. kr. 5.000,- Freyr 501

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.