Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 14

Freyr - 01.07.1985, Page 14
Guðmundur Ingi Kristjánsson. Bylting eða lýðræðisleg þróun / tilefni af stofnun Félags kúabœnda á Suðurlandi ritar Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík hressilega grein í 8. tölublað Freys á þessu ári. Greinin er bæði fróðleg og vel gerð svo sem vœnta mátti frá Páls hendi. Hann rifjar þar upp feril nokkurra félagslegra hrœringa meðal bœnda á Suðurlandi allt frá þeim tíma er þeir beittu sér fyrir stofnun Stéttar- sambands bœnda árið 1945. í greininni eru atriði sem ég lít öðrum augum en Páll. Þess vegna legg ég orð í belg. Páll segir að eftir aðalfund Stéttarsambandsins á Hvanneyri haustið 1946 hafi það siglt „sjálf- stætt óháð öllum öðrum sam- tökum“. Hér er ég á öðru máli. Stéttarsambandið er háð búnað- arfélögunum í landinu og hefur alla tíð byggt starf sitt og tilveru á þeim. Þau eru hin trausti grunnur sambandsins. Og þau eru heildar- samtök bændanna í landinu, al- menn og sterk. Eitt af því sem deilt var um á stofnfundi Stéttarsambandsins á Laugarvatni 1945 var það hvort búnaðarfélögin gætu verið þessi grunnur. Ég man ekki betur en fyrsti fundardagurinn færi að mestu leyti í deilur um hverjir ættu að stofna samband bændanna, fulltrúar Búnaðarsambands Suðurlands eða Búnðarfélags ís- lands. Umræðurnar voru bæði harðar og heitar. Sunnlendingar sem boðað höfðu til fundarins vildu ekki að Búnaðarfélagið kæmi þar nærri á nokkrun hátt. En Búnaðarfélagsmennirnir vildu hafa tögl og hagldir við stofnun hins nýja sambands. Gamall lærimeistari minn, Jón- as Jónsson frá Hriflu, var á fund- inum og hélt ræðu til að brýna bændur. Hann taldi búnaðarfé- lögin í landinu óhæf og óæskileg til þess að vera grunnur að hagsmunasamtökum bænda. Menn yrðu að stofna sérstök stétt- arfélög bænda um land allt. Jónas vitnaði til þekkingar sinnar og reynslu af stéttarsamtökum og þátttöku sinnar við að koma á fót Alþýðusambandi íslands og verkalýðssamtökunum í landinu. Ekki veit ég hversu mikinn hljómgrunn þessi skoðun átti meðal sunnlenskra bænda. Hitt veit ég að Bjarni Bjarnason á Laugarvatni hélt henni ákaft fram. Hann átti sæti í nefnd sem valin var á Laugarvatnsfundinum til þess að fjalla um stofnun stétt- arsambands og fyrirkomulag þess. Þar lagði hann áherslu á stofnun frjálsra stéttarfélaga sem síðan mynduðu landssamband bænda- stéttarinnar. Bjarni skírskotaði til reynslu sinnar af mótun stéttar- félaga á þeim árum þegar hann stóð að stofnun kennarasamtak- anna. Ekki man ég hvernig orð féllu um vanhæfi búnaðarfélaganna til að mynda stéttarsambandið. En hugsunin var sú að þau væru háð Búnaðarfélagi íslands og ríkis- valdinu þar sem lagaákvæði þving- uðu menn til að vera í búnaðar- félögunum að viðlögðum missi jarðræktarframlags ef út af var brugðið. Ég var sjálfur í nefndinni sem hafði til meðferðar stofnun stétt- arsambandsins á Laugarvatni. Auðvitað klofnaði nefndin. Mér var ýtt út í það að vera framsögu- maður fyrir annan hluta nefndar- innar en Bjarni á Laugarvatni var málsvari hins. Ég vissi að eitt af því sem ég þurfti að benda á var hvílíkur óskapnaður það yrði ef stofnuð væru sérstök stéttarfélög bænda í hverri sveit um land allt jafnhliða á búnaðarfélögunum. Þegar fulltrúar á Hvanneyrar- fundinum 1946 komu sér saman um framtíðarskipulag Stéttarsam- bandsins féllust þeir á að búnaðar- félögin skyldu mynda sambandið en það skyldi vera óháð Búnaðar- félagi íslands eins og annað tré af sömu rótum runnið. Ég held að flestum finnist nú að þetta hafi gefist vel. Þó að samþykki Búnaðarþings við eftirgjöf á 9,4% af tekjum bænda sætti mikilli andstöðu og óánægju víða um land, bar ekki á því að menn erfðu það lengi við þá menn er að samþykktinni stóðu. 502 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.