Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 16

Freyr - 01.07.1985, Page 16
Fákar á ferð. (Ljósm. Jónas Jónsson). Kristinn Hugason Fxjósemi og skyldir þættir í íslenska hrossastofninum Telja má að íslenski hesturinn hafi nú unnið sér œvarandi fótfestu í tækniheimi okkar. Af ræktun hans hefur nokkur fjöldi bœnda tekjur en þar œttu þó að vera möguleikar á meiru sé rétt að verki staðið. í hrossaræktinni sem og annarri búfjárrækt eru vísindalegar rannsóknir einn af hyrningarsteinum framfara. A því sviði hefur lítið verið aðhafst og ekki frekar erlendis en hérlendis en þó hefur örlað á breytingum hér, innanlands og utan. í erindi því sem hér fer á eftir eru birt fáein helstu atriði úr B.Sc. ritgerð höfundar frá Búvísinda- deildinni á Hvanneyri. Ritgerðin nefnist: „Könnun á frjósemi og skyldum þáttum í íslenska hrossa- stofninum." Skal til hennar vísað um heimildir. í rannsókn þessari voru þættirn- ir frjósemi, kynhlutfall, tíðni tví- 504 Freyr burafæðinga og aldursdreifing og ættliðabil stóðsins athugaðir, og einnig var notkun verðlaunaðra hrossa hérlendis athuguð. Þetta var frumrannsókn flestra þessara þátta en niðurstöður rannsóknar þessarar gera kleift, með notkun upplýsinga úr vissum erfðafræði- legum rannsóknum á íslenskum hrossum, að hefja gerð eins konar kynbótaáætlunar fyrir þetta búfé okkar. Slík áætlun ætti að geta veitt dygga aðstoð við að svara fjölda spurninga sent nú eru brennandi. Frumgögn. Frumgögn þau sem úr var unnið voru skýrslur um notkun stóð- hesta í deildum hrossaræktar-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.