Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 18

Freyr - 01.07.1985, Page 18
I ljós kom í könnuninni að frjó- semi íslenskra hrossa er góð. Með- altal fyljunarprósenta skýrslu- færðra stóðhesta þau tvö ár er rannsóknin náði til reyndist vera 85,60%. Tölfræðilegur marktækur munur kom fram á milli meðaltala fyljunarprósenta þessara ára. Lakari var útkoman árið 1979 og stafar það eflaust af kalsaveðri og lélegum gróðri það vor. Fyljunarhlutfall stóðhestanna reyndist vera þessi tvö ár 82,05 af hundraði og til jafnaðar voru þeir notaðir til 17,88 hryssa, sem er lítil notkun. Við skoðun gagnanna virtust tveir þættir, sem voru mjög sam- tvinnaðir (confounded) í gögnun- um, vera öflugir stýriþættir mis- munandi fyljunarprósentu stóð- hesta. Þættirnir voru fjöldi hryssa hjá hesti notkunarvorið og aídur hans þá. Gerð var aðhvarfsgreining á áhrifum notkunar hesta, aldurs þeirra og annarsveldisáhrifum þessara þátta á mælda frjósemi stóðhesta. í ljós kom að notkunin og aldurinn auk annarsveldisþátt- ar aldursins skýrðu 17,91% breyti- leikans í mældri frjósemi stóð- hesta. Notkunin var sá þessara þátta er mest skýrði og einungis annarsveldisþáttur aldursins lagði til raunhæfa viðbótarskýringu (P = 0,05). Ljóst má telja að megin mis- munur mældrar frjósemi hesta stafar af mismun á þeim aðbúnaði sem þeir njóta og hafa notið auk nokkurs hugsanlegs mismunar í eðlislægri frjósemi þeirra. Hægt ætti að vera að auka nýt- ingu íslenskra stóðhesta. Væri svipuðum fjölda hryssa haldið ætti að vera unnt að fækka hestum í notkun. Það opnar möguleikann til strangara úrvals kynbótagripa. Gæta ber þá vel að aðbúnaði hest- anna og afkastagetu þeirra. Eink- um ber að gæta að skipulegri notkun vinsælustu hestanna en nú er. Mæld frjósemi íslenskra stóð- hesta er til jafnaðar mun betri en Tafla 1 Niðurstöður útreikninga á fanghlutfalli og raunverulegu frjósemishlut- falli hryssa og á fjölda folalda til nytja eftir hverjar 100 hryssur sem er haldið. Gögn frá árunum 1978 og 1979. fjöldi pr. hryssa % pr. fang pr. lifandi fætt folald 1. Hryssum haldiö, alls 5649 100,00 — — 2. Óvíst um árangur hjá, alls 3. Hryssur dauöar, óvíst 0 0,00 hvort fengu eða ei, alls 0 0,00 — — 4. Fengu ekki fang, alls 1014 17.95 — — 5. Hryssur fengu fang, alls 4635 82,05 100,00 — 6. Hryssur drápust fylfullar, alls 9 0,16 0,19 — 7. Hryssum fargað fylfullum, alls 8. Hryssur létu fyl eða fæddu dauð 5 0.09 0,11 folöld, alls 9. Hryssur seldar fylfullar, 38 0,67 0,82 óvíst um köstun hjá, alls 5 0,09 0,11 — 10. Lifandi fædd folöld 11. Folöld drápust áður en skýrsla 4579 81,06 98,79 100,00 var færð, alls 12. Folöld lifandi er skýrsla var 173 3,06 3,73 3,78 færð, alls 4406 78,00 95,06 96,22 13. Hryssur drápust við köstun 0 0,00 0,00 — 14. Fjöldi dauðra hryssa alls Fanghlutfall hryssa 14 0,25 (fertility rate) 5/i Raunverulegt frjósemishlutfall (apparent fertility rate) 10/i Folöld til nytja eftir hverjar 100 hryssur sem er haldið 12/i (numerical productivity rate) 82,05 81,06 78,00 Mynd 1: Samband notkunar, krossar og beina línan, aldurs stóðhesta, punktar strikalínan og bogalínan heila og mœldrar frjósemi stóðhesta (fyljunarprósenta). Reiknað út frá gögnum áranna 1978 og 1979. 506 Fkeyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.