Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 19

Freyr - 01.07.1985, Page 19
Svala frá Ásgeirsbrekku með folaldið sitt. erlendra þótt hún reyndar lækki um of með vaxandi notkun þeirra, sjá mynd 1. Erlendis er talið að frjósemi stóðhestanna sé óháð aldri þeirra en frjósemi meranna sé aftur háð því hversu gamlar þær eru. I athuguninni var reiknað að- hvarf fanghlutfalls hryssa í aldurs- flokkum að aldri þeirra. Niður- stöður reikninga urðu að neikvætt samband reyndist með aldri hryssa og frjósemi (marktækni við P = 0,1), virtist vera um boglínu- samband að ræða. Sé raunin sú að frjósemi hryssa lækki með aldri eftir boglínu og eldri hestar fái til jafnaðar eldri hryssur eins og í ljós kom þegar aldursdreifing stóðsins var skoðuð (sjá þar) gæti það verið skýring þeirra annarsveldisáhrifa aldurs stóðhesta á fyljunarprósentur þeirra er fram komu. Eru þá niðurstöður þeirra þátta er síðast hefur verið um rætt í fullu sam- ræmi við erlendar athuganir þess- ara þátta. í töflu 1 hér á undan sjást niðurstöður útreikninga á frjó- semi hryssa. Fanghlutfall hryssa er reiknað út á sama hátt og stærðin fyljunarhlutfall stóðhesta, mis- munur þessara mælikvarða liggur í mismun þess út frá hverju er hugs- að og í yfirleitt mjög ólíkri notkun þeirra. Raunverulegt fanghlutfall er sá mælikvarði sem best tekur til þeirrar skilgreiningar frjósem- innar sem hér er miðað við. Fol- öld til nytja eftir hverjar 100 hryssur sem er haldið hefur í raun mesta hagfræðilega þýðingu. Séu tölugildin í töflu 1 borin saman við sambærilegar tölur er- lendar þá sést berlega hve tölurn- ar unt frjósemi íslenskra hryssa eru mikið hagstæðari en þær er- lendu eru. Hér á landi virðast þó fleiri folöld misfarast yfir sumar- tímann en sums staðar erlendis. 2. Kynhlutfall. í könnun kynhlutfallsins kom fram að raunhæft fleiri hestfolöld en merfolöld fæðast og er það í samræmi við erlendar niðurstöð- ur, en hér komu ekki fram mark- tækar bendingar um minni lífs- þrótt karlkynsfolalda eins og þó þekkist þar (sjá töflu 2). Talla 2 Niöurstaða útreikninga á kynhlutfalli folalda. Byggt á tölum áranna 1978 og 1979. Aldur Hundraðstala Hundraðstala Munur á niilli flokka folalds hestfolalda merfolalda kij-kvaðrat Nýfætt 52,47% 47.53% 10.66** 4—8 mánaða 52.39% 47.61% 9.79** ** = P(O.Ol) Freyr 507

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.