Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1985, Side 20

Freyr - 01.07.1985, Side 20
Tafla 3 Reiknuð ættliðabil íslenskra hrossa. Gögn frá árunum 1978 og 1979. Fjöldi Meðallengd ættliðabils Meðalfrávik Ættliðabil mælinga í árum (S.D.) Faðir til sonar 1901 8.58 4,89 Faðir til dóttur 1606 8.70 ' 5,06 Faðir til afkvæmis .. 3547 8.65 4.98 Móðir til sonar 1534 11,36 4.56 Móðir til dóttur .... 585 11.59 4.83 Móðir til afkvæmis . 2130 11,40 4,64 Foreldri til afkvæmis 5677 9.69 5.04 Tafla 4 Reiknaður meðalaldur hrossa í notkun í íslenskri hrossarækt árin 1978 og 1979. Kynferði Fjöldi Meðalaldur Meðalfrávik S.D. Stóðhestar 312 6,74 4,80 Hryssur 4494 10,21 4,84 3. Tíðni tvíburafæðinga. Þessi tvö ár sem rannsóknin náði til var aðeins eitt tilfelli skýrslu- fært þar sem hryssa kastaði tveimur folöldum. Það voru hest- ar, fullburða og hraustir, sem báð- ir komust upp. Sé tíðni tvíbura- fæðinga hjá íslenskum hrossum reiknuð út samkvæmt þessum gögnum er hún 0,02% sem er afar lágt. Hjá norska fjarðahestinum hefur tíðni þessa mælst 0,06% og er það sú lægsta sem höfundur hefur séð erlendis. Mjög líklegt má telja að tvíbura- frjóvganir og jafnvel enn frekar fæðingar tveggja fullburða fol- alda, sem vitaskuld eru mun fátíð- ari, séu íslenskum hryssum óeðli- legar vegna náttúruúrvals gegn þessum eiginleika, en hann hlýtur ætíð að vera óæskilegur. 4. Aldursdreifing og ættliðabil. Ættliðabilið er skilgreint sem meðalaldur foreldra þegar af- kvæmið fæðist. I rannsókninni var það reiknað út og sjást niðurstöð- urnar í töflu 3. Samræmi þessara niðurstaða og fyrri athugana á þessum þætti hjá íslenskum hross- um er allgott, en þessi rannsókn hér er bæði stærri en hinar fyrri og einnig eru þau gögn sem hér er unniðúr laus við viss úrvalsáhrif sem bar á í hinum eldri. Samræm- ið við erlendar niðurstöður er mis- gott en sums staðar gott. Könnuð var aldursdreifing hrossa sem í notkun voru í ræktun- inni hérlendis og sjást tölur um meðalaldur hrossa sem eru virk í ræktunarstarfinu í töflu 4, og á mynd 2 er aldursdreifing þeirra sýnd. Sé nú hugað að því á hvern hátt aldurshópar hrossanna flokkast saman þegar hryssunum er haldið sést að nokkur tilhneiging virðist vera í þá átt að eldri hryssum sé fremur haldið undir eldri hesta. Þetta kom í ljós þegar gerð var greining aðhvarfs meðalaldurs hryssa, haldið undir hvern aldurs- flokk hesta, að aldri hesta. Niður- stöður aðhvarfsgreiningarinnar urðu sem sagt þær að marktækt eldri hryssum er haldið undir eldri hestana (P = 0,05). Ef töflur 3 og 4 eru nú bornar saman þá sést að mismunur aldurs hrossanna og lengd ættliðabilanna er meiri en búast mætti við hreint fræðilega. Ljóst er að meira er slátrað undan yngri hrossunum en eingöngu þau ættliðabil voru tekin inn í meðaltalsreikninga hverju sinni þar sem afkvæmin voru sett á. Annað skiptir ekki máli í rækt- unarstarfinu. Eldri stóðhestar Mynd 2: Aldursdreifing hrossa, stóðhesta og hryssa í notkun í rœktuninni árin 1978 og 1979. 508 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.