Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Síða 22

Freyr - 01.07.1985, Síða 22
Asbjom Brandt. Vatnsþörf og vökvajafnvægi minka Lausleg þýðing á grein danska dýralæknisins Asbjorn Brandt, sem birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 6, 20. júní 1984. Hér í danska loðdýrarœktarblaðinu hefur áður verið skrifað um gœði vatns og vatn sem nœringarefni. Tilgangur þessarar greinar er að reyna að veita mönnum innsýn í hvaða beinar og óbeinar aðstœður stjórna vökvaþörf minksins og hvernig bóndinn getur á margvíslegan hátt haft áhrif á hana. Almennt um vökvastýringu minksins. Líkami fullvaxins minks inniheld- ur u. þ. b. 55% vatn. Ef talið er með það vatn sem bundið er í fitu- og próteinsameindum verður þetta magn 65% fyrir fullorðin dýr og 80% fyrir unga hvolpa. Vatnið í líkamanum er einkum að finna: 1) í blóðvökvanum, 2) milli frumanna og 3) inni í frum- unum. Magni og dreifingu vökva (vatns) á þessa staði er stjórnað af mörgum og flóknum þáttum sem saman má kalla „vökvastýringu" dýrsins. Til þess að dýrið geti lifað verður „vökvastýringin“ að tryggja að t. d. uppleyst sölt dreifist á áðurnefnda þrjá staði í hárnákvæmum hlutföllum. Einnig stjórnar vökvastýringin hversu mikið dýrið á að drekka og sömu- leiðis magni og samsetningu þvagsins. Vökvaupptaka og vökvatap. Vatnsþörf minksins er háð nær- ingu hans, loftslaginu og lífeðlis- fræðilegu ástandi hans, t. d. hvort dýrið er að vaxa, er með fangi eða mjólkandi. Fóðrið hefur sérstaklega mikil áhrif á vökvaþörf minksins, því að minkurinn fær ekki vökva aðeins við að drekka heldur einnig úr 510 Freyr fóðrinu. Fóðrið inniheldur vökva sem er óbundinn (blautfóður), og vatn sem myndast við bruna nær- ingarefnanna (efnaskiptavatn). Bruni 100 g af próteini gefur 40 g af vatni, bruni 100 g af kolvetnum (kolhydrötum) gefur 55 g af vatni og bruni 100 g af fitu gefur 107 g af vatni. Af þessu má sjá að hlutföll milli próteina, koivetna og fitu í fóðr- inu hafa áhrif á vatnsþörf dýrsins. Magn auðleystra salta, stein- efna og próteina í fóðri hefur einnig áhrif á vatnsþörfina á þann hátt að aukið magn þessara efna í fóðrinu eykur hana. Ástæða þess er sú að afgangs sölt, steinefni og úrgangsefni sem myndast við niðurbrot próteins verður að losna við með þvagi og til myndunar þvagsins þarf ákveðið magn af vatni. Ef minkurinn fastar aftur á móti minnkar vökvaþörfin því að þá þarf hann ekki að skola burt svo miklu af söltum og þess háttar. Dýrið byrjar þá að brenna líkams- fitu sem gefur efnaskiptavatn eins og fita í fóðri. Minkurinn tapar vökva fyrst og fremst með þvagi, saur, útönd- unarlofti og útgufun gegnum húð og læðurnar einnig með mjólk- inni. Vökvajafnvægi á mj ólkurskeiðinu. Allir minkabændur hafa séð hvernig hinar svokölluðu skræln- uðu (dehydrerede) læður verða á þriðja hluta mjólkurskeiðsins. Ástæða þessa er ennþá óþekkt. Aftur á móti virðist þróun þessa fyrirbæris vera nokkurn veginn Ijós. Skrælnunin kemur fram við „samruna óæskilegra þátta“. Þeg- ar t. d. læðan er í of lélegum holdum eftir gotið og fyrst á mjólkurskeiðinu eða horast of mikið vegna of lítils áts á þessum tíma. í báðum tilfellum mun læð- an verða í „tvísýnu ástandi“ síðast á mjólkurskeiðinu svo framarlega sem hún mjólkar eðlilega. í byrj- un léttist hún vegna bruna á lík- amsfitu. Eti hún eðlilega gengur allt stórslysalaust því að bruni lík- amsfitunnar gefur eins og áður er nefnt nokkurt vatn. En hættan eykst þegar fitan er uppurin og prótein líkamans (vöðvarnir) byrja að eyðast. Við það eykst vökvaþörf læðunnar (sbr. tölurnar hér að framan um vatnið sem losnar við bruna einstakra efna). Þessar aðstæður, þegar læðan verður skyndilega að auka drykkj- una, geta orðið mjög hættulegar svo framarlega sem át og mjólkur- framleiðsla haldast áfram í há-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.