Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1985, Qupperneq 27

Freyr - 01.07.1985, Qupperneq 27
ingar eru þegar búnir að koma upp sér upp allmiklum fjölda ullargeita, og Skotar tóku upp framleiðslu á geitarþeli í tilrauna- skyni fyrir fáeinum árum. Uppi- staðan í ullargeitfjárstofninum í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Skot- landi eru villtar geitur, sem hafa sloppið úr haldi og verið villtar lengi, en hafa verið fangaðar og tamdar að nýju. Þelmagn af einstökum ullar- geitastofnum er mjög misjafnt. Þannig gefa Skotar upp, að þeir hafi fengið frá 31 g upp í 209 g eftir geit og að meðaltali tæp 100 g af hverri geit (1). Samkvæmt gömlum heimildum frá Kína var meðalframleiðsla þels talin vera um 220 g af geit á ári (2), en mesta þekkta framleiðsla á geit er hjá rússneska Don-kyninu, um 500 g af geit (4). I Nýja Sjálandi eru geitur not- aðar tii að eyða illgresi í beiti- löndum sauðfjár. í Skotlandi hafa verið gerðar tilraunir með að beita geitum á land, þar sem ræktaðir hafa verið upp ákveðnir blettir með áburðargjöf og smárasán- ingu. Sauðféð leggst í ræktuðu blettina, en geiturnar bíta órækt- argróðurinn fyrst og fara síðast í ræktuðu blettina, sem gefa bestu fjárbeitina. Geiturnar eyða smám saman þeim plöntum úr landinu, sem spilla því til fjárbeitar og bæta það þannig. Skotar telja hæfilegt að vera með um 150 geitur á móti 1000 kindum á beitilandi (3). Þeir telja vandalaust að halda geitum inni í tilteknum hólfum á beiti- landi með venjulegum fjárgirð- ingum. Þelinu er náð þannig af geitun- um, að það er kembt upp úr strýinu með sérstökum kambi, þegar geitin gengur úr hárum. Þá losna þelhárin á undan strýhárun- um. Hægt er að nota venjulegan hrossakamb til að kemba þelið af geitinni. í Kína er notaður kamb- ur af sérstakri gerð til að kemba þelið af geitunum. Ólafur Þ. Jóns- son, rannsóknamaður á Rala, smíðaði slíkan þelkamb. Á 2. Hér sýnir Ólafur Þ. Jónsson, hvernig þelkambi er béilt. (Ljósm. Jón Steingrímsson). Hér sést, hvernig þelið situr í kambinum. (Ljósm. Stefán Aðalsteinsson). mynd sést, hvernig kambinum er beitt. Fyrst þarf að greiða vel úr flókum í strýinu, en síðan er kambinum beitt nærri skinni, og þá nær hann þelinu upp, eins og sést á 3. mynd. Nú í vetur voru tekin hársýni af 10 fersentimetra fleti af miðri síðu á 9 geitum í Þormóðsdal í Mos- fellssveit. Geitur þessar eru í eigu Karls Friðriks Kristjánssonar, for- stjóra Últímu í Reykjavík, en hafa Tafla 1. Fínleiki (meðalþvermál), my Litur þels Hvítt Grátt Brúnt Minna en 16 my 100 82 60 16—16,9my 85 60 45 17—17,9 my 50 30 25 18—18,9 my 35 25 15 Freyr 515

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.