Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Síða 28

Freyr - 01.07.1985, Síða 28
sendingu. Flatarmál hárklædds yfirborðs á geitunum var reiknað út eftir formúlu sem búin hefur verið til fyrir sauðfé, þar sem flöturinn er fundinn sem ákveðið hlutfall af þunga skepnunnar á fæti. Þannig var hægt að umreikna þelmagnið af 10 fersentimetrum yfir á allt yfirborð geitarinnar. í töflu 2 er sýnt þelhlutfall, þelmagn og meðalþvermál þelsins fyrir íslensku geiturnar. Samkvæmt niðurstöðunum hér að ofan er mjög mikið þelmagn af íslensku geitunum miðað við þær skosku eða meira en tvöfalt. ís- lensku geiturnar eru hins vegar ekki með fínustu gerð af þeli, og þelið myndi falla um 15% í verði vegna þess að það er grófara en best getur orðið. Þelmagnið af tvævetra hafrinum er mjög athyglisvert. Pað nálgast þelmagnið af rússnesku Don- geitunum og er mjög nærri því að fara í besta verðflokk fyrir fín- leika. Skotar þeir sem tóku að sér að sjá um rannsókn á hársýnunum eru sjálfir með þelframleiðslu á geitum. Þeir telja íslensku geiturn- ar mjög athyglisverðar vegna þess hve mikið þel fæst af þeim og vilja kanna möguleika á að fá flutt sæði úr íslenskum geithöfrum til kyn- bóta á skoskum ullargeitum. Heimildir: 1. Werner von Bergen, 1948. Amcric- an Wool Handbook. Textile Book Publishers, U.S.A. 2. The Hill Farming Rcsearch Or- ganisation, 1984. Biennial report, 1982—83. 3. Michal M. Ryder, 1983. Will cash- mere grow on Scottish hills? Wool Record, September, 1983. 4. Michael L. Ryder, 1984. Prospects for cashmere production in Scot- land. Wool Record, November, 1984. Þessi stórhyrndi hafur er á Neistastöðum í Villingaholtshreppi. Bilið milli hornaenda á honum er 95 cm. (Ljósm. Stefán Aðalsteinsson). Geitur t Þormóðsdal. (Ljósm. Jón Steingrímsson). verið í erfðarannsóknum hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins undanfarin ár. Sýnin af hverri geit voru vegin á nákvæma vog á Rala og síðan send til Skotlands til rannsóknar á þelprósentu og fín- leika. Niðurstöður úr þeirri rann- sókn bárust innan mánaðar frá Tafla 2. Flokkur Fjöldi Þel % Þel, grömm Meðal- þvermál, my Fullorönargeitur 6 35,5 264 16,9 Huðnukið 1 38,2 163 14,7 Tvævetur hafur 1 36,9 404 16.0 Hafurkið 1 46,7 . 265 16,7 Samtals og meðaltal 9 37,8 268 16,5 516 Freyr

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.