Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1985, Page 29

Freyr - 01.07.1985, Page 29
Stéttarsamband bænda Ferðaþjónusta bænda Gjald fyrir sumardvöl frá 1. apríl 1985 Tekið er mið af taxta dagmæðra sem miðast við 12. fl. B.S.R.B., en það er sami launaflokkur og ófaglært starfsfólk á dagvistunar- heimilum hefur. Frá viðmiðunarlaunum dragast 40% vegna þess að húsmóðirin sinnir öðrum störfum jafnframt. Tekið er tillit til þess að sumar- dvalarbörn eru í vistun allan sólar- hringinn alla daga vikunnar og séð er um þvott á fatnaði þeirra. Varðandi fæðiskostnað er tekið mið af taxta dagmæðra í Kópavogi sem byggist á athugun sem gerð var árið 1982. Tekið er tillit til þess að sumardvalarbörn eru að jafnaði eldri en börn í daggæslu og þess að börnin eru í fullu fæði. Miðað er við að börnin séu að jafnaði á aldrinum 6—10 ára og að á hverju heimili dvelji að hámarki fjögur börn samtímis. Miðað er við framfærsluvísitölu 1. maí og launataxta B.S.R.B. frá 1. mars. Launaútreikningur. Tímakaup í 12. fl. B.S.R.B. = 60% af því kr: 71.75: 4 = kr. 17.94 x 10 klst. á dag = kr. 108.55 + 10.17% orlof = 119.59 kr. 17.94 á klst. á barn kr. 179.40 á dag x 7 dagar = Fæðiskostnaður: Morgunverður .............. kr. 20.09 á dag = 140.63 á viku Hádegismatur .............. kr. 48.40 á dag = 339.22 á viku Síðdegishressing .......... kr. 21.36 á dag = 149.52 á viku Kvöldverður................ kr. 48.46 á dag = 339.22 á viku Kvöldhressing ............. kr. 12.75 á dag = 89.25 á viku Hreinlætisvörur, trygging og efni í föndur Samtals kostn. kr. 1255.80 á viku. kr. 1057.84 á viku kr. 117.01 á viku kr. 2430.65 á viku Kostnaður á dag: Launakostnaður á dag...................... kr. 179.40 Fæðiskostnaður á dag ..................... kr. 151.12 Annar kostnaður á dag .................... kr. 16.72 Kostnaður alls á dag kr. 347.24 Skijáf í skræðum________ Lystikerra Sigurðar á Selalæk. Hafliði Sæmundsson hét fátæk- ur barnamaður, sem lengi bjó á Fossi á Rangárvöllum. Hann var dugnaðarmaður, ótrauður til sjálfsbjargar og góður spónasmið- ur. Hann var leiguliði á Fossi og landseti Sigurðar bónda Guð- mundssonar á Selalæk. Var Sig- urður honum stundum innan handar. í landskjálftunum 1912 hrundi bærinn á Fossi, svo að byggja þurfti baðstofuna að nýju. Reisti Sigurður hana eftir sínu höfði, veggjalausa undir háu risi. Einu sinni að vorlagi var Hafliði staddur á Selalæk, ef til vill að greiða jarðarafgjald. Gisti hann þar um nótt. Um morguninn gengu þeir vinirnir saman úti við. Varð Hafliða heldur starsýnt á vagn einn ekki stóran, er þar stóð á hlaðinu, nýr og skærmálaður, með litlu sæti upp og aftur af hjólunum. Skoðar hann þetta í krók og kring og segir svo við Sigurð: „Er þetta nú lystikerra, svona heima fyrir?“ Sigurður brosti við. Þetta var sláttuvél, sem hann hafði þá nýlega keypt. (Handrit Helga Hannessonar eftir sögu Jóns Egilssonar). Guðni Jónsson. Þjóðsögur XI. bls. 172—173. Reykjavík 1957. Freyr 512

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.