Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1985, Side 30

Freyr - 01.07.1985, Side 30
Ævar Petersen og Ólafur Karl Nielsen. Um hreiðurstaði fálka Hafin er könnun á varpútbreiðslu og stofnstærð fálkans, Falco rusticolus, á Islandi. Petta verkefni er unnið af mönnum á vegum Náttúrufrœðistofnunar íslands, og er stefnt að því að Ijúka því á tveimur sumrum (1985 og 1986). Fálkaungar á hreiðri. (Ljósm. Ólafur Karl Nielsen). Fálki er varpfugl um allt land. Heildarstofnstærð hans er ekki þekkt en giskað er á 150 til 300 pör. Hann er algengastur á norðanverðu landinu. Fálkar velja sér hreiðurstaði í klettum, oftast í giljum, gljúfrum eða fjöllum, en einnig í sjávar- hömrum, stöpum, dröngum, gjá- veggjum o. s. frv. Eitt af einkenn- um fálkans (eins og margra ann- arra ránfugla) er, hve fastheldinn hann er á hreiðurstaði. Sama setr- ið getur verið notað ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð. Sumir stað- ir hafa verið notaðir svo lengi sem elstu menn muna. Hvert fálkapar velur vanalega á milli nokkurra hreiðra á umráðasvæði sínu og notar parið þau til skiptis. Ef fæða er nægileg, heldur parið sig á óðali sínu allt árið; sefur í hreiðrinu um nætur en veiðir í nágrenninu á daginn. Aðalfæða fálkans á íslandi er rjúpa, Lagopus mutus. Miklar sveiflur eru í fjölda rjúpna. Þegar rjúpur eru fáar, yfirgefa fálkar sum varpsetur en setjast þar að á ný, þegar rjúpum fjölgar. Verkefni það, sem hér er kynnt, mun svara ýmsum spurningum, s. s. um stofnstærð, hvert sé kjör- lendi fálkans og hvaða þættir um- hverfisins takmarka útbreiðslu hans. Þessar upplýsingar munu mynda þann grunn sem aðrar vist- fræðirannsóknir á fálkanum munu byggja á, t. d. hversu stór varp- stofninn er á hverjum tíma. Einn þeirra þátta sem takmark- að getur útbreiðslu fálkans og stærð stofnsins er fjöldi og dreif- ing heppilegra varpstaða. Það er mikilvægt frá sjónarhóli náttúru- verndar að hafa sem gleggstar upplýsingar um staðsetningu fálkasetra, t. d. svo unnt sé að sporna við óþarfa skemmdum á þeim við ýmsar nauðsynlegar verkframkvæmdir. Slíkur upplýs- ingabanki auðveldar og alla gæslu með fálkahreiðrum, en stuldur á eggjum og ungum hefur farið vax- andi undanfarin ár. Leiðangrar fuglafræðinga og áhugamanna munu ferðast um landið, heimsækja kunn fálkaset- ur og leita að óþekktum setrum. Leyfi Menntamálaráðuneytis þarf til þess að heimsækja fálka- hreiður, sbr. reglugerð nr. 97/ 1968. Hefur ráðuneytið þegar veitt Náttúrufræðistofnun íslands heimild til að standa fyrir þessari könnun. Stofnunin mun síðan veita þeim sem taka þátt í könnun- inni skriflegt leyfi er þeir framvísa, ef þörf krefur. Áhersla er lögð á það við bændur og aðra landeig- endur, að þeir óski að fá að sjá leyfisbréf þeirra sem hyggjast heimsækja fálkahreiður. Okkur væri mikill akkur í því, að fá fregnir af staðsetiíingu fálka- hreiðra, jafnvel þótt þeir staðir hafi ekki verið notaðir árum eða áratugum saman. Sem nákvæm- astar upplýsingar um staðsetningu hreiðra eru nauðsynlegar. Einnig er áhugavert að vita hvaða ár orpið hefur verið í viðkomandi hreiður og fjölda eggja eða unga, sé það vitað. Allar aðrar upplýs- ingar um fálkann eru og vel þegn- ar. Vinsamlega hafi samband við Náttúrufræðistofnun íslands, Laugavegi 105, Reykjavík, annað hvort bréflega eða símleiðis (91— 29822). Með upplýsingar um einstök fálkahreiður verður farið sem trúnaðarmál. 518 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.