Freyr - 15.07.1986, Page 11
Meirihluti Höfðans tilheyrir
prestssetrinu, Sandfelli, þ. á m.
allt fuglabjargið, en Hof á þar
grasnytjar.
Héðan úr sveit fóru menn lengi á
vertíð?
Héðan var lengi farið til Vest-
mannaeyja og síðar einnig til
Hafnar í Hornafirði. Það voru
aðallega ungir menn sem ýmist
unnu í landi eða réðu sig á báta.
Þetta tíðkast enn og þá frekar á
Höfn. Félagsbúskaparfyrirkomu-
lagið hér stuðlar að þessu.
Hvemig vom aðdrættir í þínu
ungdæmi?
Þá voru vörurnar fluttar sjóleiðis
með Skaftfellingi, sem kom þá
oftast tvisvar á ári. Snemma árs
voru teknar vörupantanir á öllum
heimilum, og voru þær miðaðar
við ársforða. Afgreiðslu fengu
menn svo samkvæmt þessum
pöntunum, en áttu ekki rétt á
meiru. Menn bjuggu að mestu
leyti að sínu við svona erfið flutn-
ingsskilyrði. Það var ekki flutt í
sveitina nema það allra nauðsyn-
legasta, svo sem matvara og fatn-
aður að hluta. Annars var mikið
ofið hér heima. Timbur var að
mestu leyti heimafengið þegar ég
man fyrst eftir, bæði rekaviður og
úr ströndum. Það var varla keypt
spýta.
pað voru mörg skipin sem
strönduðu hér í fjörunum og lið-
uðust sundur í brimrótinu eða
kaffærðust í sandinn, en frá þeim
kom oft björg í bú, fiskur, kol,
timbur, járn o. fl.
Þegar fór að rakna úr, upp úr
stríðsárunum síðustu, þá nýttist
búskaparlag Öræfinga þannig, að
það þurftu ekki allir heimilismenn
að vera heima yfir veturinn. Það
sem menn öfluðu í atvinnu utan
sveitar var algengt að menn legðu
svo til búsins. svo sem í véla-
kaupum eða byggingarefni.
Hefur Öræfasveit fylgt öðrum
sveitum í sýslunni í
sandræktunum?
Já, það má segja það. Þó er hér
minna um sandræktun en í Suður-
sveit og á Mýrum. Jarðirnar þrjár
hér á Svínafelli ræktuðu t. d. sam-
eiginlega 30 hektara hér niðri á
söndunum. Því var síðan skipt upp
þannig að hver jörð á sín tún, og
við þetta hefur dálítið bæst síðar.
Það sem gerðist aftur í þessari
sveit var framræsla á mýrlendi
sem hófst árið 1955 og við það
varð bylting hér í ræktunarmálum.
Hér er nóg af mýrum. Fram-
ræslan og sandræktin gjörbreyttu
búskaparskilyrðum hér á árabilinu
1955 til 1970, þannig að heyöflun
varð auðveldari og fallþungi á fé
hækkaði mikið og upp í landsmeð-
altal, jafnframt óx frjósemi fjárins
og búin stækkuðu.
V otheysverkun?
Votheysverkun hefur ekki náð
verulegri útbreiðslu, en það er
algengt að nokkuð af kúaheyinu
sé verkað sem vothey.
Hvaða breyting hefur orðið á
ibúafjölda hér á síðustu árum?
Heldur hefur fólki fækkað, en
ekki verulega. Fólk var hér yfir
130 þegar ég var ungur og svo
lengi milli 120 og 130, en á síðustu
íbúaskrá 113 eins og áður segir.
Fólk vill reyndar skrifa sig hér eins
lengi og það getur, þótt það dvelj-
ist annars staðar.
Sérðu teikn á lofti að nokkur
breyting sé að verða hér á
búsetu?
Ég get ekki sagt það. Mér virðist
fólk ekki hafa flutt héðan af því að
það hafi haft áhuga á að fara
heldur hafa atvinnumöguleikar
hér verið takmarkaðir, einkum
eftir að framleiðslutakmörkun á
búvöru kom til sögunnar. Menn
hafa ekki lengur möguleika á að
stækka búin þótt landgæði bjóði
upp á það.
Skólaganga?
Hér eru börn í skóla heima í
sveitinni til 12 ára aldurs. Skólinn
er á Hofi og við hann er daglegur
akstur. Eftir það fara nemendur í
heimavist í Nesjaskóla. Hofs-
hreppur er aðili að honum ásamt
öðrum sveitahreppum sýslunnar.
Þar er nám upp í 9. bekk. Eftir að
því sleppir fara unglingar í ýinsa
skóla, t. d. að Eiðum, Skógum,
Reykholti, Laugarvatni og víðar.
Samgöngur áður fyrr.
Frá fornu fari hefur sveitin verið í
þjóðleið milli landshluta austan og
sunnan jökla. Öldum saman völdu
ferðamenn færar leiðir fyrir hesta
yfir vatnsföllin eða fóru á jökli
fyrir upptök þeirra. Hér fór land-
pósturinn um og um síðustu alda-
mót fór hér um fjöldi fólks sem
var að leita sér að atvinnu við
sjávarplássin austur á fjörðum
sem ég nefndi áðan. Landpóstur-
inn fór hér um hálfsmánaðarlega
þegar ég man fyrst eftir. Þá voru
það þeir Hannes á Núpsstað, Þor-
lákur á Hörgslandi og Björn á
Kálfafelli sem helst fóru þessar
ferðir milli Kirkjubæjarklausturs
og Jökulsár á Breiðamerkursandi,
þar var þá næst ferjað yfir. Áður
fór vestanpóstur til Hornafjarðar.
Ferðamenn sættu því oft að fylgja
póstunum yfir vötnin.
Voru þetta hættuleg ferðalög?
Það var auðvitað hættuiegt fyrir
ókunnuga að vera einir á ferð, en
það voru oftast kunnugir fylgdar-
menn með. Oft var farið yfir jök-
ulinn bæði fyrir Skeiðará og Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi. Þetta
urðu fylgdarmenn að meta, hvort
vatnaleiðin væri fær, að öðrum
hætti varð að leita á jökulinn.
Hversu langan tima tók ferðalag
frá Skaftafelli í Núpsstað?
Sú leið mun hafa verið talin 5 tíma
lestagangur. Þegar mikið lá við,
svo sem í læknisvitjun, var áætluð
3 tíma ferð yfir sandinn, þar vár
miðað við að hafa hesta til skipt-
anna og að komast tafarlaust yfir
vötnin. Oft voru menn frá Skafta-
felli þá til staðar við Skeiðará og
búnir að velja leiðina yfir ána, svo
Freyr 563