Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Síða 12

Freyr - 15.07.1986, Síða 12
Hof í Örœfum. (Ljósm. M.E). aö ferðin gengi hiklaust. Venjuleg ferð mun hafa verið um 4 tíma reið yfir sandinn. Ef fara þurfti jökulveg yfir Skeiðará, var talið að ferðin lengdist um 2 tíma mið- að við að tefjast ekki á jöklinum. Oft urðu menn fyrir töfum á þess- um torfærum, og þá fóru tímaáætl- anir úr skorðum. Urðu ekki slys á ferðalögum? f>að kom fyrir, þó að það væri ekki oft. 7. september árið 1927 varð slys á Breiðamerkurjökli. Maður héðan frá Svínafelli, Jón Pálsson. var samferða pósti að austan og fleira fólk. Pað þurfti að laga jökulinn fyrir hestana, höggva í hann för og sneiðing með hökum. Jón gætti hestanna á með- an nokkru neðar á jöklinum, þeir voru 7 í lest. Pá sprakk jökullinn þar sem lestin stóð og myndaðist þar breið gjá. Maðurinn og hest- arnir féllu í gjána. Öftustu hest- arnir náðust upp lifandi, aðrir dauðir, en maðurinn og pósthest- urinn fundust ekki fyrr en næsta vor við jökulbrúnina. Dæmi voru líka um að menn drukknuðu í Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það orð lá á að það fylgdust að slys í Jökulsá og í Ingólfshöfða og vitnaði til gamalla munnmæla um að því myndi ekki linna fyrr en komnir væru 20 eða 21 á hvorum stað. Pað mun ekki öllum hafa borið saman um töluna. Ég man að eldra fólk talaði um það þegar slysið varð árið 1927 að þá væri talan fyllt og um það leyti varð banaslys í lngólfshöfða, er maður hrapaði úr bjargi. Sér náttúruhamfaranna frá 1362 stað enn í dag? Já, það eru til miklar vikurdyngjur hér bæði upp til fjalla og á láglendi hvar sem grafið er niður í jarðveg, þá er komið niður á vikur. Hann er ljósleitur og allgrófur. Fyrir fáum árum var verið að jafna land vestan við Hof. Sigurður Björns- son á Kvískerjum var þar með ýtu og hann kom þar þá niður á hleðslu. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að þarna eru bæjarrústir sem síðan voru grafnar upp. Menn vissu að rústir áttu að vera á þessum slóðum en ekki nákvæma staðsetningu þeirra. Þessi bær hét Gröf og þar fannst sönnun þess að korn var ræktað í Öræfum áður fyrr. Þetta var líka merkilegur fornleifafundur að því leyti að vikurinn frá gosinu 1362 var í rústunum, þá hefur bærinn farið í eyði. 564 Freyr

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.