Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 24
RANNSOKNASTOFNUN LANDBUNAÐARINS
Bútæknideild Hvanneyri.
BÚVÉLAPRÓFUN
Nr. 552
GUNDERSTED-mykjudæla
Ár 1986 Nr. 551 Ár
GUNDERSTED-mykjudreifari
Gerð: Grundersted, type 4000 1. Framleiðandi: Maskin-
fabriken Kimadan, Danmörku. Innflytjandi: Boði sf.,
Hafnarfirði.
YFIRLIT.
Grundersted mykjudreifarinn var reyndur af Bútækni-
deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins seinni hluta
ársins 1985 og notaður alls um 100 klst.
Dreifarinn er ætlaður til flutnings og dreifingar á
þunnum búfjáráburði. Helstu hlutar hans eru stáltank-
ur, burðarhjól og spaðadæla. Dráttarbeisli hans má
tengja bæði í dráttarkrók eða fast beisli á dráttarvél.
Jafnleiki dreifingar reyndist nokkuð háður þykkt mykj-
unnar. Væri þurrefnisinnihald hennar minna en 8%
varð dreifingin viðunandi góð en við um 11% þurrefni
kemur mykjan úr dreifirörinu í einni samfelldri bunu.
Til þess að lækka þurrefnismagnið niður í fyrrgreint
mark (8—9%) þarf auk þvagsins 5—6 tonn af vatni á ári
fyrir hvern grip í fjósi. Afköst við útakstur eru mjög háð
þykkt mykjunnar og flutningsvegalengd, en eru oft á
bilinu 6—12 tonn á klst. af þynntri mykju.
Vinna með dreifaranum gengur í flestum tilvikum
greiðlega fyrir sig og stjórnbúnaður er auðveldur í
notkun. Ætla verður 40—50 kW (55—68 hö) dráttarvél
fyrir hann. Á prófunartímanum komu ekki fram neinar
bilanir eða óeðlilegt slit og í heild virðist dreifarinn vera
nægilega traustbyggður.
Gerð: Grundersted type 5“. Framleiðandi: Maskin-
fabriken Kimadan, Danmörku. Innflytjandi: Boði sf.,
Hafnarfirði.
YFIRLIT.
Gundersted mykjudælan var prófuð af Bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið og
haustið 1985 og notuð alls um 108 klst.
Dælan er miðflóttaafldæla knúin frá aflúrtaki dráttar-
vélar. Hún er ætluð til dælingar á þunnri mykju hvort
heldur er í flutningatæki eða til blöndunar í haughúsum.
Hún reyndist vel við flutning á þunnfljótandi mykju úr
haughúsi í dreifara. Best hentar að nota dæluna í
brunnhús á áburðarkjallara undir gripahúsi. Með dæl-
unni má dæla upp úr allt að 3 m djúpum geymslum.
Afköst hennar eru verulega háð þykkt mykjunnar.
Flutningsgeta hennar reyndist vera allt að 5000 lítrar á
mínútu við lágt þurrefnisinnihald mykjunnar. Aflþörf
Frh. á bls. 579.
576 Freyr