Freyr - 15.07.1986, Qupperneq 25
Ár 1986
Nr. 553 Ár 1986
Nr. 554
DNG-hitavakt
Si
Framleiðandi: DNG, Akureyri.
YFIRLIT.
DNG hitavakt frá DNG á Akureyri var reynd af
Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
sumarið 1985. Hitavaktin er ætluð til fjarmælinga á hita í
heystæðum, en einnig má nota hana til annarra hitamæl-
ing tengdum búrekstri. Aðalhlutar eru tengdir kassan-
um með venjulegum rafleiðslum. Hitavaktinni fylgir
móttakari sem tengdur er í venjulega innstungu á
rafkerfi búsins. Móttakarinn gefur frá sér hljóðmerki ef
hitastigið fer út fyrir svið sem notandinn getur stillt á
mælikassanum. Tækið er tengt 220 volta rafstraum og
sýnir með ljósstöfum hitastigið í hverjum hitanema fyrir
sig. Hitanemunum er komið fyrir í heystæðu um leið og
hirðing fer fram og verða þeir ekki fjarlægðir þaðan fyrr
en heyið er leyst upp, oftast við gjafir að vetri.
Mælitækið sýnir hitastigið í heyinu á afmörkuðum
stöðum en fjöldi hitanema er þó tæpast nægur til að gefa
öruggt yfirlit yfir hitafarið í stórum hlöðum.
Við þurrheysgerð án súgþurrkunar er notagildi mæli-
tækisins einkum sem aðvörunarbúnaður. Þar sem ein-
ungis er blásið hita úr heyjunum má með þessari
mælitækni fylgjast með að heyhitinn fari ekki upp fyrir
tiltekin mörk. Við góða súgþurrkun með fasttengdum
blásara kemur þessi mælitækni einkum að gagni eftir að
reglulegum blæstri er hætt, til að kanna hvort einhvers
staðar eigi sér stað hitamyndun.
Við votheysgerð geta hitamælingar haft gildi m. t. t.
hirðingarhraða og frágangi á stæðu eftir hirðingu. í
gripahúsum þar sem þörf er á nákvæmri stjórnun
hitastigs er hægt að nota tækið sem aðvörunarbúnað ef
loftræstingin fer úr skorðum.
Mælitækið reyndist traust og öruggt í notkun og
nákvæmni hitanemann, sem notaðir voru, reyndist
fullnægjandi við venjulegar hitamælingar í búrekstri.
OLEO-MAC-heyhnífur
Gerð: Oleo-Mac heyhnífur. Framleiðandi Oleo-Mac,
Bangolo in Piano, Ítalíu. Innflytjandi: Glóbus hf.,
Reykjavík.
YFIRLIT.
Oleo-mac heyhnífurinn var reyndur af Bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins veturinn 1985-
1986. Heyskerinn hentar vel til heyskurðar bæði á
votheyi og þurrheyi. Hann er knúinn með einfasa
rafstraum með 1400 W mótor. Skurðhraðinn er um 1,7
m/mín við votheysskurð en allt að 2,7 m/mín í þurrheyi.
Skurðdýptin er 40—50 cm. Rafmagnsnotkun er að
jafnaði 4—7 amper. Vinnustaða við notkun á tækinu er
fremur góð og tiltölulega auðvelt að stjórna því. í þéttu
votheyi þarf að ýta tækinu niður með nokkrum þunga
og sömuleiðis lyfta því upp úr skurðfari. Heyskurðurinn
verður yfirleitt hreinn og hægt að skera alveg út að
veggjum og örðum hindrunum. Ekki virðist sérstök
slysahætta bundin við notkun tækisins ef notkunarregl-
Frh. á bls. 579.
áskrifandi að prófunarskýrslunum gegn vœgu
koma úí en í mörgum tilvikum er óskað eftir
eftir að gerast áskrifendur eða fá nánari
Athugið:
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að unnt er að gerast
árgjaldi. Áskrifendur fá sendar skýrslunar í heild um leið og þœr
ýtarlegri upplýsingum en birtist hér í blaðinu. Þeir sem óska
upplýsingar hafi samband við skrifstofu Bútœknideildar að Hvanneyri sími 93-7500.
Freyr 57Z