Freyr - 15.07.1986, Síða 39
Bjöm S. Stefánsson
Búgreinafélög — kvenfélög
Búgreinafélög
Búgreinafélögin hafa hvert sínu
hlutverki að gegna. Eftir sem áður
eru mörg búnaðarmál innan sveit-
ar og innan héraðs, sem varða
fleiri en þá, sem stunda viðkom-
andi búgrein. Búnaðarfélög sveit-
anna og héraðssambönd þeirra,
búnaðarsamböndin, verða því
áfram vettvangur bænda til að
fjalla um landbúnað almennt.
Til þess að tryggja aðild bú-
greina að búnaðarsamböndum
hefur sums staðar verið tekið það
ráð að heimila búgreinafélögum
héraðsins að tilnefna fulltrúa á
aðalfund. Koma þeir fulltrúar til
viðbótar við fulltrúa búnaðarfé-
laganna. Með þessu vinnst það, að
menn ábyrgir í búgreinafélögum
verða einnig ábyrgir, þegar fjallað
er um mál búnaðarsambandsins.
Sumum kann að þykja órétt-
mætt, að sami maður geti þannig
haft áhrif á kjör fulltrúa búnaðar-
félags sveitar sinnar og fulltrúa
búgreinafélags héraðsins og
jafnvel fleiri en eins búgreinafé-
lags. t>að þarf ekki að koma að
sök. Mál eru sjaldan leyst með afli
atkvæða á aðalfundum búnaðar-
sambanda, heldur mun atkvæða-
greiðsla oftast vera til að staðfesta
samkomulag, sem náðst hefur
með umræðu, þar sem öll sjón-
armið hafa getað komið fram.
Kvenfélög
Heimilishald er búgrein, sem
stunduð er á öllum bæjum. Þeir,
sem þar hafa hagsmuna að gæta,
hafa í flestum sveitum með sér
félag, kvenfélag. Kvenfélögin
hafa lítið farið út fyrir svið hús-
mæðra og kvenna og látið þá, sem
bera ábyrgð á útiverkum, um bún-
aðarfélögin.
Af ýmsum ástæðum væri til
heilla, að konur létu meira að sér
kveða í búnaðarfélögum heima í
sveitum, í búnaðarsamböndum og
í Búnaðarfélagi íslands og Stéttar-
sambandi bænda. Það kynni að
breyta áherslum á mál og það gæfi
ásjónu sveitanna ferskari blæ að
hafa konur meðal fyrirliða bænd-
anna í landinu.
Nokkuð er að losna um hefð-
bundna skiptingu á ábyrgð bónda
og húsfreyju. Því mætti fylgja eftir
með því ákvæði, að í stjórn búnað-
arfélags skuli sitja kona. Ýmsar
reglur má setja til að framfylgja
því. Sams konar ákvæði mætti
setja um stjórn ibúnaðarsam-
bands. Slík ákvæði þjónuðu sams
konar tilgangi og ákvæði um sér-
staka aðild búgreinafélaga að að-
alfundi búnaðarsambands.