Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Síða 9

Freyr - 01.04.1987, Síða 9
Fyrirhleðslur í Þórsmörk vorið 1986. (Ljósm. Sveinn Runólfsson). Hornafjarðarfljót beisluð. (Ljósm. Sveinn Runólfsson). nánar út í gróðurfarssögu landsins hér, þó að vert væri, en ég vil leggja áherslu á að öll meiriháttar gróður- og jarðvegseyðing er ein- mitt á eldvirkum svæðum lands- ins. Ofbeitt land og ofnýtt fiski- mið minna okkur á að náttúru- gæðum landsins eru ákveðin tak- mörk sett og miklu skiptir þess vegna að vel og skynsamlega sé með þau farið. Þéttbýli og mannvirkjagerð hafa á síðari árum þurft á stór- auknu landrými að halda. Vega- gerð, orkuver og sumarbústaðir eru staðreyndir í nútíma þjóðfé- lagi en halda þarf þær reglur er gilda um slík mannvirki svo að betur sé tryggt að sem minnst röskun á umhverfi hljótist af. Úti- líf og athvarf til óspilltrar náttúru, tækifæri til íþrótta, veiða, göngu- ferða, hestaferða og náttúruskoð- unar verða einnig sífellt mikilvæg- ari. Þá má einnig nefna ferða- mannaþjónustu sem hér á landi byggist fyrst og fremst á aðgangi að ósnortnu landi. Búist er við mikilli aukningu erlendra ferðamanna til landsins á næstu árum. Mikið skortir á að helstu ferðamannastaðir og nátt- úruperlur séu undir það búin að veita viðtöku auknu álagi. Taka verður þau mál föstum tökum nú þegar. Þegar tekið er tillit til allra þess- ara þarfa kemur í ljós að nýtanlegt land er minna en margur hefur haldið. Er því afar nauðsynlegt að leitað sé eftir hagkvæmustu notk- un og betri meðferð þess lands og þeirra landgæða sem þjóðin hefur yfir að ráða. Starfsemi Landgræðslunnar. Lítum þá nánar á starfsemi Land- græðslu ríkisins. Verkefni stofn- unarinnar er í fyrsta lagi að stöðva hraðfara jarðvegs- og gróður- eyðingu. í öðru landi uppgræðsla örfoka lands og í þriðja lagi gróð- ureftirlit sem stuðlar að betri og skynsamari nýtingu gróðurs á íslandi. Fyrsta þættinum hefur frá upp- hafi verið sinnt með girðingu og friðun sandfoks- og uppblásturs- svæða. Á undanförnum 80 árum hafa verið girt og friðuð 115 land- græðslusvæði sem spanna yfir 210 þús. hektara lands, þ.e. um 2% af flatarmáli landsins. Til saman- burðar er ræktað land u.þ.b. 136 þúsund hektarar. Flestar girðing- anna eru á eldfjallasvæðum lands- ins, þ.e. í Þingeyjarsýslum og á Suður- og Suðvesturlandi. Fjöru- tíu og fimm þessara svæða hafa verið afhent aftur fyrri land- eigendum en Landgræðslan við- heldur girðingum og sáningum á sjötíu stöðum á Iandinu. Samtals eru þetta um 900 km af girðingum og um 190 þúsund hektarar lands. Á vegum stofnunarinnar starfa landgræðsluverðir sem sjá um við- hald þessara girðinga auk annarra landgræðslustarfa á þessum svæðum. íslenska melgresið hefur frá upphafi verið sterkasta vopnið til Freyr 257

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.