Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1987, Page 11

Freyr - 01.04.1987, Page 11
Uppskera á beringspunti til fræsöfnunar í Gunnarsholti. (Ljósm. Davíð Pálsson). leikar til þess að auka uppskeru afréttarlanda og létta beit af við- kvæmum svæðum með beitar- stjómun. Allmargar sveitarstjórn- ir hafa í samvinnu við Landgræðsl- una borið á afréttarlönd, einkum hefur þetta verið í Árnes- og Rangárvallasýslum og i Þingeyjar- sýslum. Þetta hefur verið tiltölu- lega lítill hluti af heildaráburðar- dreifingu stofnunarinnar, en hefur þó haft mikið gildi sem beitar- stj órnunaraðgerð. Gróðurvemd og gróðureftirlit. Þriðja megin verkefni stofnunar- innar er svo gróðurvernd og gróð- ureftirlit. Hjá stofnuninni starfar sérfræðingur í nýtingu beitilanda sem sinnir þessum sívaxandi þætti í starfseminni. Samkvæmt lögum um landgræðslu skulu gróður- verndarnefndir starfa í öllum sýsl- um og kaupstöðum landsins og eru þær eins konar tengiliður milli Landgræðslu og viðkomandi hér- aða. Þessar nefndir eru mjög virk- ar en þær geta og hafa gegnt afar veigamiklu hlutverki með því að fylgjast stöðugt með ástandi gróðurlenda í samvinnu við Land- græðsluna og landnýtingarráðu- naut Búnaðarfélags íslands. Skipuleg og hófleg nýting úthaga til beitar hlýtur að byggjast á góðu samstarfi og gagnkvæmu trausti hinna ýmsu aðila sem um málin fjalla. Fyrir tilmæli gróðureftirlits Landgræðslunnar og landnýt- ingarráðunautar hefur upprekstri á afrétti víða verið seinkað og beitartími styttur. Fylgst er nú orðið mjög vel með því að fénaður á afrétti safnist ekki að afréttar- girðingum, sjálfum sér og landinu til skaða. Framleiðslustjórn sauðfjár- afurða og skipting fullvirðisréttar milli framleiðanda hefur sett svip á umræður um málefni landbún- aðarins á sl. ári. Ekki er það vegna gróðurverndarsjónarmiða heldur eru það markaðsmálin sem þar ráða ferðinni. Við land- græðslumenn söknum þess að ekki hefur verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða að rík ástæða væri til þess að sauðfé fækkaði helst á eldfjallasvæðum landsins og annars staðar þar sem gróður og jarðvegur er viðkvæmur. Margir bændur eru að vonum ugg- andi um afkomu sína og framtíð byggðalaga sinna. Sauðfé hefur fækkað um allt að fjórðung frá haustinu 1978 og því miður er alveg ljóst að þessi þróun heldur áfram. Sauðfjárrækt í samræmi við landgæði. Á sl. hausti gerði Framleiðnisjóð- ur verulegt átak til að kaupa eða leigja fullvirðisrétt bænda. Það var spor í rétta átt þegar gert var ráð fyrir að greiða 10% hærra verð fyrir ærgildið hjá þeim bænd- Myndin er tekin á Auðkúluheiði í september 1985, en þar var þá í gangi beitartilraun. Ómar Ragnarsson fréttamaður rteðir við Ólaf Dýrmundsson landnýtingarráðunaut, Svein Runólfsson landgrœðslustjóra og Ólaf Guðmundsson fóðurfrœðing á Rala. Freyr 259

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.