Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Síða 37

Freyr - 01.04.1987, Síða 37
Félagsbúskapur eykur tekjur og vellíðan Sex sjálfstæðir bændur á Jótlandi geta aukið tekjur sínar um alls sem svarar 1,5 milljón ísl. kr. á ári og þeim getur liðið betur ef þeir reka bú sín saman í félagi. Svo segir í áætlun búfjár- rannsóknastöðvar ríkisins í Dan- mörku, en hún hefur skipulagt fimm ára tilraun með samrekstur nágrannabúa. Markmiðið er ann- ars vegar að gera bóndanum lífið bærilegra, hins vegar að auka tekjur hans með því að nýta betur það sem hvert og eitt bú hefur upp á að bjóða. Landbúnaðurinn get- ur á þann hátt aukið tekjur sínar um tugi milljarða króna af arð- samri uppskeru og minni notkun á áburði, vélum og orku. Átthagafjötrar nútímans eru fólgnir í því að bóndinn er bund- inn við of erfið verk, án vinnufé- laga, án frítíma og án viðunandi tekna. Þetta eru ummæli Vagns Östergárds, tilraunastjóra við búfjárrannsóknastöð ríkisins. Hann telur að áframhaldandi sérhæfing og vélvæðing leiði til „misræmis" á sífellt fleiri búum, þ. e. a. s. að það verði misræmi milli lands, verkstjórnar, vinnu- afls, kvikfénaðar og vélakosts. T. d. getur landlítill svínabóndi verið í vandræðum vegna land- þrengsla, en með því að ganga í félag við nágranna sinn sem þarf á húsdýraáburði að halda geti það komið báðum vel. Á sama hátt megi nýta vélakost betur og ná með því betri afköstum í búskap. Það næst einfaldlega betra sam- ræmi í búskapinn með félagsbú- rekstri, segir Vagn Östergard. í Himmerland á Jótlandi hafa sex nágrannabændur ákveðið að reyna sameiginlegan búrekstur næstu fimm ár. Þeir eru hinir fyrstu í Danmörku sem reyna það að því er segir í frétt frá Statens Husdyrsbrugsforsög. Hér er um að ræða þrjú bú í fullum rekstri (heltidsbrug) og tvö bú sem eru rekin með öðru starfi (deltids- brug), þ. e. tveir svínabændur, tveir kúabændur og einn plöntu- ræktarbónda með alls 190 hektara lands. Með því að ráðstafa lausafé, þ. e. kvikfénaði, vélum o. fl. til sameiginlegra nota, en halda sér- eign að öðru leyti, hafa búfróðir menn reiknað út að unnt sé að hafa 1,5 milljónum króna meiri tekjur á ári, ef miðað er við bú- reikninga síðustu ára frá þessum búum. J.J.D. Sauðfjármerkin frá Reykjalundi eru unnin í samráði við bændurog sauðfjárveikivarnir ríkisins. Kostir merkjanna: • Samræmt litakerfi • Bæjar-, hrepps- og sýslunúmer áprentað á aðra hlið • Ný og stærri raðnúmer (að óskum bænda) áprentuð á hina hlið • Skáskurður sem tryggir betri festingu | Vinsamlegast pantið skriflega og í tíma ? til þess að tryggja afgreiðslu fyrir sauðburð. , 1

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.