Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1987, Side 10

Freyr - 01.05.1987, Side 10
Gísli Jónsson bóndi á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi. voru oft að fá slægur hér austur á Sorta. Og þeir slógu þetta bara eins og sléttan völl. Og þetta var ekkert nema torf. Það voru þeir bræður Ársæll, Sigurður, Dag- bjartur og Hannes í Kringlu. Og svo kom stundum séra Jóhann bróðir þeirra, þjóðgarðsvörður og lengi trúboði í Kína. Og mest hefði hann gengið fram í málinu. Áveitan var notuð fram undir 1965 en þá var ákveðið að grafa sundur Flóann og þurrka hann betur. Ég hugsa að það sé óhætt að ég segi þeim bónda það til heiðurs, Stefáni Jasonarsyni í Vorsabæ, að hann hafi verið síð- astur til að nota Flóaáveituna. Heyfallið af Flóaáveitunni var gott fóður ef það náðist grænt. En ef það hraktist var það óskaplega lítilfjörlegt og leiðinlegt fóður. Ef þurrt var undir var það ákaflega fljótt að þorna. Úr þessu heyi var góð lykt. En svo var farið að bera á því að steinefni skorti. Jörðin þoldi ekki þessa yrkingu. Yfirleitt var heyið bundið fram yfir seinna stríð. Og flutt á klökkum. Vagnar komu langtum seinna. Var munur á afkomu manna hér í Flóanum og í uppsveitum? Sennilega hafa búin í Hreppunum og Tungunum og Grímsnesi verið jafn stærri. Bændurnir þar þoldu þess vegna meira. Þegar ég var strákur höfðu margir sauði, t. d. í Grímsnesinu, og voru taldir efna- menn. En ýmsir fóru afskaplega illa út úr snjóavetrinum mikla 1920. Sumarið 1918 hafði verið kalár eftir frostaveturinn mikla og á þessu tímabili voru vond hey- skaparár. Svo kemur þessi mikli snjóavetur 1920 og klakinn liggur á langt frameftir öllu vori. Þá fóru menn að bjarga sér úr heyleysinu með því að kaupa sfld en voru of seinir í þeim efnum sem eðlilegt var. Það var mikill fénaðarfellir á þessum slóðum og menn bjuggu lengi að þessu þar efra. í þessu sambandi er rétt að geta þess að Gnúpverjar tóku upp á því að kaupa jarðir hér niðri í Flóa og heyja þar til þess að stækka sinn bústofn og hafa gagn af Flóaá- veitunni. Þeir keyptu stóra jörð í Flóanum sem Ragnheiðarstaðir heita og stunduðu þar félagshey- skap. Þeir voru líka með Skúfslæk í Villingaholtshreppi um skeið og heyjuðu þar í félagi. Ég veit líka til þess að menn úr Hrunamanna- hreppnum höfðu jarðir á Skeiðum eftir að áveitan kom þar. Fjárpestir? Upp úr 1930 fengu menn skelli af ormaveikinni. Þá var fé orðið af- skaplega margt hér. Það gerir þessi aukna heyöflun í Flóanum og jafnvel einnig hjá Hreppa- mönnum. Fénu var öllu dengt inn á afrétt. Svo kom það að girðingunum þeg- ar leið á sumarið. Og það varð alveg óskaplegur skellur af pestar- drápi innan við girðinguna. Orma- veiki á þessum árum var alveg hrein hörmung þangað til Dungal fann upp lyf sitt. Þá breyttist þetta allt. Já, menn voru mjög fátækir hérna á þeim árum og áttu erfitt. En eins og vanalega þegar menn eiga erfitt þá taka þeir sig til og fara að leita að ráðum. Og þeir Eggert Benediktsson bóndi í Laugar- dœlum. fundu ráðin, stofnuðu hér bæði Mjólkurbú Flóamanna og Kaup- félag Árnesinga til þess að reyna að bjarga sér. Sláturfélag Suður- lands hafði verið stofnað löngu áður, árið 1907. En bændum lá á að komast í einhvers konar félags- skap í öðrum greinum til að bjarga sér. Og það verður niðurstaðan að árið 1929 tekur Mjólkurbú Flóa- manna til starfa og Kaupfélag Árnesinga árið eftir. Þetta tel ég að hafi bjargað öllu saman. Kreppan? Svo kemur kreppan árið 1930. Þá verður alveg hrikalegt verðfall, bæði á fiski og kjöti. Verðið og markaðurinn bókstaflega hrynur. Ég var í Vestmannaeyjum á vetrarvertíð 1930 og allir fóru það- an í vertíðarlok upp með sér og glaðir yfir aflanum. Öll hús voru troðfull af fiski. Og það voru allir svo kátir, bæði útgerðarmenn og sjómenn, og héldu að nú væri virkileg velmegun komin. Svo kem ég aftur í ársbyrjun 1931 og þá er allur fiskur enn í húsunum. Ekki farinn nokkur ein- asti fiskur. Og þá var heldur ann- að hljóð. Það var dapurlegt þenn- an vetur. Sama var að segja hjá bændun- 338 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.