Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1987, Side 12

Freyr - 01.05.1987, Side 12
Páll ísólfsson dómorganisti. lagslegu átaki. Þeir gera eitt mesta mannvirki sem þá hafði verið gert á íslandi: sjóvarnargarðurinn frá Ölfusárósum og austur í Gaul- verjabæjarhrepp. Þeir voru svo heppnir að gangast fyrir stofnun Mjólkurbús Flóamanna sem nú spannar yfir þrjár sýslur. Ég tel það heppni og ég held að menn sjái það í öðrum byggðum landsins að nú er nauðsynlegt að breyta skipulaginu, t. d. á Norðurlandi, í svipað horf og hér. Ég vil því segja að Flóamenn séu þarna í forystu- hlutverki. Menningarstarfsemi í Flóanum? Menningarstarfsemi hér í Flóan- um er ósköp svipuð og á öðrum svæðum hérna sunnanlands. Það voru stofnuð hér búnaðarfélög í kringum 1880. Á þessu svæði voru stofnuð ungmennafélög strax árið 1908. Ég nefni einnig Eyrarbakka, sem er partur af Flóanum, og mið- stöð menningarlífs og félagslífs hér um áratugi. Ég hygg að leiklistar- starfsemi, sönglist og alls konar félagsmálastarfsemi hafi verið fyrri til að komast þar á fót heldur en annars staðar. Auðvitað er það fyrir forgöngu menntaðs fólks eins og Guðmundar Thorgrímsen sem var lengi faktor á Eyrarbakka og Nielsen tengdasonar hans, sem einnig var þar lengi faktor. Síðan koma hér upp ættir í Fló- anum sem breiða út mikla menn- ingu, eins og Selsættin í Stokks- eyrarhreppi. Páll ísólfsson var af þeirri ætt. Þetta fólk gerist for- göngumenn í sönglist. Jón Pálsson frá Seli gengst fyrir kennslu í ver- stöðvunum hér austanfjalls svo að vermenn geti notað frístundir sínar til þess að auðga anda sinn með ýmsum hætti. Ég tel á engan hallað þó að sagt sé að Flóamenn séu alveg í fremstu röð um nýjungar þær sem urðu á landinu á 19. öldinni og þeirri 20. —1ð á KAFFlH— Fullnýttur kvóti Enn um mat á kmdakjöti. Frh. afbls. 345. hafa náð hálfri sinni eðlilegu full- orðinsþyngd (hálfri þyngd sam- kynja foreldris). 10% frávik er talið leiða almennt til lakari flokk- unar, annað hvort vegna megurð- ar eða offitu. Undan þeim litlu og saman- þjöppuðu ætti því að vera nauð- synlegt að slátra alllöngu áður en þau hafa náð meðalþyngd sam- svarandi viðmiðunarhópa á búinu. Hinn ágæti fjárræktarmaður, Einar á Skörðugili, veit fullvel að með því að „fletta“ fjárbók má finna ýmsar staðreyndir og kynn- ast hjörðinni og einstaklingunum, en það er oft fljótlegra að draga rangar ályktanir heldur en þær sem taka tillit til allra áhrifaþátta og mynda raunhæfar niðurstöður sem allir gætu lært af og treyst. Hálfdán Björnsson bóndi á Hjarð- arbóli í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu fékk leigt orlofshús Stéttar- sambands bænda á Hólum í Hjaltadal í eina viku á sl. sumri, ásamt konu sinni, Bergljótu Bene- diktsdóttur. í lok dvalarinnar skrifaði hann eftirfarandi ljóð í gestabók hússins: Við fórum hingað er heyskap var lokið að hafa hér sæluvikudvöl, laus við allt búskaparamstrið og okið sem oft verður þreyttum hin mesta kvöl. Vistlegt var húsið með dökka dúka, drifhvítir veggir og hvergi skúm og þarfatól sérhvert sem þörf var að brúka og þægindi öll nema hjónarúm Þeir Hallarmenn syðra sem hingað oss vista og hafa þann alræmda kóta sett víst telja að hjón þau sem hér fá að gista hafi nú klárað sinn fullvirðisrétt. 340 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.