Freyr - 15.04.1990, Síða 8
Minna fé veitt til rann-
sókna vegna atvinnuvega
Fjárveitingar til rannsókna í þágu atvinnuveganna
hafa dregist saman um 480 milljónir króna, eða
22%, á um þremur til fjórum árum, þ.e. frá árinu
1987 til fjárlagaársins 1990. Er þá miðað við verð-
lag í ársbyrjun 1990.
Rannsóknaráð ríkisins hefur athugað fjárveit-
ingar til rannsókna í þágu atvinnuveganna á síð-
ustu árum og hvað ætlað er til þeirra á fjárlögum
þessa árs. Af fyrrnefndri upphæð eru 290 milljónir
króna eða 19,3% á fjárveitingu raktar til samdrátt-
ar í fjárveitingum og mörkuðum tekjustofnun sam-
kvæmt fjárlögum. Afgangurinn er talinn vera
vegna samdráttar í raunvirði sértekna hjá hlutað-
eigandi stofnunum. Hefur Rannsóknarráð látið í
ljós miklar áhyggjur af því hversu horfir um mál-
efni rannsókna og þróunar í landinu.
Óvenjulegt elliheimili
í Noregi
í Sogni og Fjörðum í Noregi er verið að fara nýjar
leiðir í málum aldraðra. í tengslunr við fyrirhugað
dvalarheimili fyrir roskið fólk, sem reisa á í Vevr-
ingsveit á að vera bæði fjós og hlaða. Þar verða
bæði kýr og kálfar auk annars þess sem kúabúi
tilheyrir. Flestir þeirra sem verða á þessu heimili
aldraðra koma frá bæjum í nærliggjandi sveitum. í
frétt frá Norinform um þetta er haft eftir Rune
Aarseth, forstöðumanni Fjordtun-stofnunarinnar
sem stendur að framkvæmd þessari, að talið hafi
verið eðlilegt að þeir sem þar dveljist og það vilji,
fái tækifæri til að hirða skepnur eftir að þeir hafa
orðið að flytja að heiman.
Reynt verður að hanna Fjarðatúns (Fjordtun-)
stöðina þannig að mannvirki falli vel inn í umhverf-
ið. Þarverðursundlaug, heimahjúkrun, samkomu-
salur og bókasafn. Auk búfjárhalds eiga dvalar-
gestir kost á að dunda sér við blóma- og grænmetis-
rækt og þar nýtist búfjáráburðurinn.
Aarseth forstöðumaður lætur þess getið að þetta
eigi að vera staður þar sem bæði ungir og gamlir uni
sér. Auk þess að annast um gamla fólkið í þessum
sveitum viljum veit þeim fyllra líf, segir hann.
304 Freyr
Framleiðsla í fiskeldi jókst
um 48% að verðmæti
Framleiðsla í fiskeldi nam 2.351 milljónum kr. að
verðmæti á sl. ári að því er Veiðimálastofnun
áætlar og hefur það aukist um 48% frá 1988.
Matfiskeldi úr laxi er verðmætast, en þar voru
framleidd um fjögur þúsund tonn fyrir 1,2 milljarða
króna. Af silungi var slátrað tæpum 200 tonnum að
verðmæti 54 millj. kr. Flutt voru út um 1238 tonn af
laxi og silungi fyrir um 380 milljónir kr.
Veiðimálastofnun áætlar að 10-11 milljón
gönguseiði verði framleidd í ár en í fyrra voru
framleidd 7,6 milljón gönguseiði og 6,4 milljón
stórseiði.
Námskeið og sumarleyfi
Samtökin Norræn fullorðnisfræðsla efna til nám-
skeiðs í dönsku og danskri menningu á Borrevejle
ráðstefnumiðstöðinni f grennd við Hróarskeldu
dagana 19.-25. ágúst nk. Sérstök áhersla verður
lögð á að skilja danskt talmál.
Þátttökugjald er 1700 kr. sænskar og innifalið í
því gisting og fæði ásamt kennslu og ferðalögum
meðan á námskeiðinu stendur. Agnar Guðnason
mun verða þátttakendum til aðstoðar um að út-
vega þeim ódýra flugferð til og frá Danmörku.
Námskeiðið er ákjósanlegt sambland af sumarleyfi
og námi.
Umsóknir skulu sendar Hákoni Sigurgrímssyni,
Stéttarsambandi bænda, sími 91-29433 fyrir 1. júní
nk. og veitir hann nánari upplýsingar.
Svíarvilja borga mcira fyrir
sænskan mat
Yfir 70 prósent af Svíum segast vilja borga meira
fyrir sænskan mat en innfluttan til þess að tryggja
bændum landsins atvinnu. Þetta kom fram í skoð-
anakönnun nýlega á afstöðu almennings til land-
búnaðarins. 95 prósent af þeirn 1000 sem spurðir
voru telja að miklu skipti að samfélagið styðji þá
sem vilja eiga heima og vinna á landsbyggðinni.
8. APRÍL 1990