Freyr - 15.04.1990, Side 14
mikla ábyrgð í umhverfismálum og
þeir þurfa að auka þekkingu sína á
þessu sviði. Þar vantar mikið á eins
og ástand þessara mála núna er
sönnun fyrir.
Varðandi endurskipulangingu
véla og verkfæra er ég með þá
hugmynd að komið verði upp af-
girtum reit í hverri sýslu þar sem
væri skildar eftir vélar sem menn
vildu losna við. Þar gætu aðrir
gengið í þær og leitað sér að vara-
hlutum. Svo væri annað hólf þar
sem væru vélar sem menn vildu
selja. Þetta væri allt skráð í tölvu
og skráin næði yfir allt landið og
menn ættu aðgang að henni.
Það sem nýttist ekki yrði svo
endurunnið sem brotamálmur eða
gengið tryggilega frá því.
Við verðum að átta okkur á
því að tengsl bóndans og þéttbýlis-
búans hafa minnkað stórlega á síð-
ari árum. Það eru fjölmiðlar sem
hafa þau tengsl mest með höndum
og sú mynd sem þeir gefa er oft
skekkt.
Núna er farin að vaxa upp kyn-
slóð í landinu sem á ekki bein
samskipti við sveitafólk eins og
áður, þ.e. sendir ekki börn til ætt-
ingja í sveitinni til sumardvalar
eins og áður var gert.
Þó er þarna sá ljósi punktur að
með aukinni bændagistingu og
ferðaþjónustu í sveitum eru þessi
tengsl að aukast á ný. Aðalatrið-
ið í þessu sambandi er þó það að
ímynd sveitanna í augum þéttbýlis-
búa mótast töluvert af því sem fer
miður. Þarna hefur stefnuleysi í
umhverfismálum komið bænda-
stéttinni í kolla.
Hvað gerir þú í tómstundum?
Ég reyni að eiga mér tómstundir og
á mér ýmis tónstundaáhugamái.
Ég hef gaman af að lesa, t.d. ljóð
og laust mál eftir nútímahöfunda.
Nú, ég stunda dálítið ljósmyndun
og hef gaman af því. Yfir veturinn
æfi ég svo körfubolta einu sinni í
viku í Reykjaskóla og að lokum má
nefna að ég stunda teiknun og
málun mér til skemmtunar. Ég fór
á námskeið í þeim greinutn fyrir
tveimur árum á vegum fullorðins-
fræðslu hér á Norðurlandi vestra.
Það kveikti í mér.
Hefurþú sýnt myndir?
Já, reyndar, einu sinni, á Húna-
vöku á Blönduósi árið 1989. Og
væntanlega verð ég með sýningu á
Akureyri nú í vetur.
Stundið þið Sigurbjörg sömu
tómstundaráhugamál?
Að sumu leyti, nema hvað Sigur-
björg er meira í tónlistinni, en hún
er að læra á píanó.
Síðan er eitt áhugamál, sem er
búgrein líka, en það er hrossarækt.
Við temjum bæði og stundum út-
reiðar og höfum farið í ferðalög á
hestum. M.E.
Bændaskólinn á Hvanneyri
Auglýsing um innritun ncmenda
í Bændadcild á haustönn 1990
Kennsla er nú hafin eftir nýrri námsskrá.
Helstu breytingar frá fyrri námsskrá eru:
1. Aukin kennsla í bústjórn og rekstrartækni. Þær greinar
verða nú sérstakt námssvið.
2. Umhverfisfræði og landnýting verða sérstakar náms-
greinar.
3. Valmöguleikum í náminu erfjölgað.
4. Nemendur hafa nú möguleika á framhaldsnámi í bænda-
deild, sem nemur einni önn.
Búfræðinámið er tveggja ára nám (4 annir).
Stúdentar geta lokið námi á einu ári.
Beiðni um inngöngu í 1. bekk á haustönn 1990 ásamt
prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-70000.
Skólastjóri
310 Freyr
8. APRÍL 1990