Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 15

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 15
Islenski svínastofninn, kostirog gallar íslenskar gyltur eru frjósamar og endast vel og íslenskt svínakjöt er bragðgott, en ífeitara lagi og grísir vaxa hér of hœgt. Gylta með grísi. íslensk svín eru frjósöm en hægvaxta. Megin ókostur íslenska svína- stofnsins er að hann vex og hægt og safnar of mikilli fitu. Hvorttveggja er þó mjög breytilegt innan stofns- ins og væntanlega hægt að hraða vexti og minnka fitusöfnun með úrvali innan hans, sagði dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur í viðtali við Frey. Áberandi kostir á íslenska svína- stofninum eu hve gyltur hafa sterka fætur og hvað þær endast vel. íslenskar gyltur gjóta fimm til sex sinnum að meðaltali um ævina, en til samanburðar gjóta norskar gyltur að meðaltali sjaldnar en þrisvar sinnum. Veigamikil ástæða fyrir slakri endingu hjá norskum gyltum er sú, að fætur þeirra bila á unga aldri. í Danmörku hefur verið sýnt fram á, að þar í landi séu fótagallar til mikils baga hjá svínum og að þeir séu að verulegu leyti arfbundnir. íslenskt svínakjöt er almennt talið bragðgott, en bragðgæði þess hafa að vísu ekki verið tekin til rannsóknar sérstaklega. Sums- staðar erlendis er kvartað verulega undan bragðgæðum svínakjöts þar sem mikið hefur verið reynt að minnka fitu í því með úrvali. Bend- ingar um slfka afturför í bragðgæð- um er t.d. að finna í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð. Ef menn vilja bæta íslenska svínastofninn með innflutningi þarf að gæta þess að tapa ekki niður fótahreysti og endingu gyltn- anna né gæðum kjötsins. Með hvaða kynjum yrði íslenski svínastofninn kynbættur? Þar koma tvö sjónarmið til greina. Annars vegar sjúkdómar sem tak- marka val mjög mikið og varla þá um önnur lönd að ræða en Noreg. Hinsvegar er það sóknin í þá eigin- leika sem okkur vantar. Norska landkynið vex hratt og er fitulítið, en í því kyni eru fótagallar og kjötið stundum bragðlítið. Ef til innflutnings á sæði kemur til að bæta íslenska svínastofninn, skipt- ir miklu að velja þær gyltur sem tækju við innfluttu sæði úr norsk- um göltum og fylgjast vel með af- kvæmum úr fyrsta innflutningnum til að kanna ágæti þeirra áður en þeim yrði alfarið dreift um land allt. Sagði dr. Stefán Aðalsteins- son að lokum. J.J.D. Til sölu Viljum selja Carboni hey- hleðsluvagn ó einum öxli, 27 rúmmetra, árgerð 1977, og Carboni vagn á tveimur öxl- um, 34 rúmmetra, árgerð 1980. Vagnarnir eru mikið notaðir en í lagi. Þeir hafa verið geymdir í húsi á veturna og því lítið ryðgaðir. Verðhug- mynd ca. 150-250 þúsund krónur eða eftir samkomulagi. Höfum einnig til sölu súgþurrk- unarblásara, H-22, frá 1974. Selst ódýrt. Félagsbúið Holti, 801 Selfoss. Sími 98-63319 Jón, 98-63320 Vernharður, 98-63321 Hörður. 8. APRÍL 1990 Freyr 311

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.