Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 16

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 16
Matthías Eggertsson Ræktun grænfóðurnæpu Fóðureiningin af grænfóðurnæpu úti á akri kostar um kr. 7,50. Um miðjan mars sl. rœddi ég í búnaðarþœtti í útvarpinu um ræktun grœnfóðurnœpu. í lok þess þáttar boðaði ég að birtyrði hér í blaðinu frœðsluefni um þessa ræktun. Fylgir það hér á eftir. Úr tilraun með grœnfóðurnœpu á Korpu. Stofninn er Civasto. (Ljósm. Árni Bragason). Ræktun grænfóðurnæpu í því formi sem sú ræktun fer nú fram hófst um 1975 með því að gerðar voru tilraunir með nokkra stofna, í upphafi einkum á Norðurlandi. Aður, um og eftir miðja öldina, höfðu verið gerðar tilraunir með ýmsa stofna af fóðurnæpum og fóðurrófum hér á landi, sem Sturla Friðriksson erfðafræðingur stóð einkum fyrir. Þær tilraunir leiddu í ljós að sumur hér á landi voru að jafnaði nægilega hlý til ræktunar fóðurnæpu en uppskera var tölu- vert minni af fóðurrófum og sú ræktun þar með óhagkvæmari. Úr tilraununum á 8. áratugnum fékkst sú niðurstaða að hollenskur stofn af fóðurnæpu að nafni Ci- vasto hentaði best hér á landi. Ci- vasto næpur eru aflangar í laginu, líkt og belgmiklar flöskur, og vaxa að mestu leyti ofanjarðar, þannig að þær eru aðgengilegar hvort sem er til beitar eða upptöku. Auk þess vex á þeim mikið kál sem er gott til beitar. Kosturinn við að rækta þær fram yfir aðrar grænfóðurtegundir af krossblómaætt, svo sem fóðurkál, er að þær gefa hvað mesta upp- skeru allra fóðurjurta hér á landi, mælda í hestburðum og mesta ef mælt er í fóðureiningum. Eðlileg uppskera af káli og næpum saman er sem svarar um 70-100 hestburð- um af ha, en í tilraun á Skriðu- klaustri fengust eitt sumar 135 hestburðir af hektara. Við mæl- ingu á fóðurgildi reyndust aðeins vera 1,1 kg af þurrefni með 15% rakamagni í hverri fóðureiningu þannig að nær hreinu kjarnfóðri verður vart komist að fóðurgildi. Annar kostur er sá að næpurnar nýtast betur til beitar en fóðurkál ef tíð er rysjótt á haustin. Þó að það snjói á þær þá standa þær vel og eru aðgengilegar til beitar ef og þegar snjóinn tekur aftur og þær þola að frjósa og þiðna á víxl. Þá virðist geldpeningur og sauðfé nýta vel næpurnar frosnar í jörðu. Ræktunarferillinn Hér verða nú nefnd nokkur atriði við ræktun grænfóðurnæpu eins og þau gerast í tímaröð. Fyrst erþað jarðvegurinn. Hann ná hvorki vera of þurr né of blaut- ur. Þannig hentar vel framræstur mýrarjarðvegur til þessarar rækt- unar. Þá má jarðvegur heldur ekki vera of súr. Eini staðurinn þar sem ég veit til að ræktun grænfóður- næpu hafi ekki tekist vel er á Hvanneyri og er talið að því hafi valdið að jarðvegur hafi verið of súr. Fyrst eftir að ræktun grænfóður- næpu hófst var eindregið ráðlagt að sá henni með mönduldreifara eða ristardreifara ásamt með áburðardreifingunni. Hins vegar hefur komið í ljós að góður árang- ur hefur náðst með sáningu með 312 Freyr 8. APRÍL 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.