Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1990, Page 18

Freyr - 15.04.1990, Page 18
Grœnfóðurnœpur úr tilraun á Korpu, Civasto til vinstri, 0tofte til hægri. (Ljósm. Árni Bragason.) hverju því verður best af og rífur í sig trénaða sumarrepju með næpukálinu og síðan næpunni. Sverri í Ási hefur hins vegar þann hátt á að sá fóðurnæpu með vetrarrepju og ganga þá kýrnar fyrst að repjunni og kálinu á næp- unum en taka næpurnar sjálfar síð- ast. Hann sáir um 1,0 kg af næpu og 4,5 kg af vetrarrepju á hektara en leggur áherslu á að bera vel á til að nýta sem best getu fóðurkálsins og næpunnar til sprettu. Hins veg- ar er þess líka að gæta að næpurnar geta orðið óþægilegar stórar til beitar fyrir kýr. Ef þær verða mjög stórar gerist það að þær losna úr jörðu, e.t.v. hálfnagaðar, og eftir það ráða kýrnar ekki við þær. Kýr ganga að næpunum með því að bíta í þær, sauðafé raspar þær hins veg- ar upp með tönnunum. Grænfóðurnæpa þarf mikinn áburð. Á frumunnið land þarf um 20 poka af Græði 5 á hektara, auk um 15 kg af bóráburði. Pegar góð rækt er komin í landið. má minnka skammtinn niður í 15 poka á ha og jafnvel skipta yfir í áburð með minna hlutfall af fosfór og kalí, t.d. Græði 3, (20-14-14). Vaxtartími grænfóðurnæpu er talinn um 110-130 dagar. t>ó veit ég til að næpuræktin hafi tekist vel þó að sáning hafi dregist fram undir 10. júní. Sé haustveðrátta góð kemurþaðnæpunnihinsveg ein- göngu til góða og hún bætir við sig meðan hún er ekki nýtt. M.ö.o. þá trénar hún ekki eins og sumar aðr- ar grænfóðurtegundir ef þær standa of lengi. Grænfóðurnæpa er góð til inni- fóðrunar. Hún geymist vel fram á vetur og ést vel þegar gripirnir einu sinni eru komnir á bragðið. Vandamál í því sambandi er ein- göngu það að enn hefur ekki fund- ist önnur leið við að uppskera dreifsáða næpu en að handtína hana upp í vagn. Það er vinnufrek- ari og erfiðari aðferð en svo að menn gefi sig að því verki nema við sérstakar aðstæður, þ.e. ef vel mennt er á bæjum. Bændur gera fræpantanir sínar að jafnaði á haustin ásamt með áburðarpöntun. Sumir bændur gæta þess að vera forsjálir og eiga alltaf fræ af fóðurkáli, grænfóður- næpu og fleiri grænfóðurtegundum eitt ár fram í tímann. Slíkt hefur komið sér vel þegar aðdráttum hefur seinkað á vorin eða verkföll hafa sett strik í reikninginn. Söluaðilar fræs af grænfóður- næpu eru kaupfélögin, annars veg- ar, og Mjólkurfélag Reykjavíkur, hins vegar. Hvað kostarfóðureiningin af grænfóðurnæpu? Það sem fyrst og síðast réttlætir ræktun grænfóðurnæpu er að hver fóðureining af henni sé ódýrari en í öðru fóðri og að bóndinn hafi þörf fyrir grænfóður til haustbeitar. Lausleg áætlun um kostnað við ræktun grænfóðurnæpu á ha vorið 1990 er eftirfarandi: Endurvinnsla lands kr. 15.000,- Áburður......... „ 25.000,- Fræ................ „ 900,- Vinna við sáningu og áburðardreifingu „ 4.000,- Alls kr. 44.900. Uppskera af grænfóðurnæpu þar sem ræktun tekst vel er um 6000 FE á ha, og kostar þá fóður- eining um kr. 7,50. Nokkrar greinar um grænfóðurnæp- ur og grænfóðurrækt Eymundur Magnússon. Fóðurnæpur súrsaðar í voheyi. Freyr 1985, 9. tbl., bls 356. Matthías Eggertsson. Næpa til vetrar- fóðrunar. Freyr 1977, 10. tbl., bls 353- 354. Matthías Eggertsson. Fóðurnæpur. Handbók bænda 1979, bls. 135-137. Ottar Geirsson. Mistök í grænfóður- rækt. Freyr 1979, 2. tbl., bls. 37-40. Ríkharð Brynjólfsson. Grænfóður. Freyr 1985, 9. tbl., bls. 345-347. Aldrei stóð í hvísli Meðal fjölmargra heillaóska og kveðja sem Gísli Pálsson bónd á Hofi í Vatnsdal fékk á sjötugsaf- mæli sínu í mars sl. var þessi staka frá Þórarni Lárussyni á Skriðu- klaustri. Oft nam gefa ástungur aldrei stóð í hvísli. Sjötugur en síungur, sigurvísi Gísli. 314 FREYR 8. APRÍL 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.