Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 21

Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 21
Kolla á hreiðri í töpp við Fremravatnsbakka. Dag nokkur komu skyndilega heim á hlað þrjár æðarkollur, allur aliungaskarinn og ungakolla með átta unga. Hún hafði tekið þrjár í fóstur, í samfloti með henni var ein geldkolla. Ég var hissa á þessunr tilþrifum, en að augnabliki liðnu renndi fálki sér yfir svæðið í hlaðvarpanum og lét ófriðlega með allar klær úti. Ég lét strax í mér heyra og tókst að flæma hann á braut og elti nokkuð frá bæ. Þegar ég kom til baka voru aliungarnir og kollurnar þrjár komnar niður að vatni aftur. Upp við húsvegginn kúrðu sig kollurnar tvær með ungana 8 og kurruðu til mín. Yfirleitt var kollum mínum ekkert í mun, að ég væri að gefa mig að ungum þeirra. Ég hefði ekki veitt þeim og ungunum eftir- tekt ef kollan hefði ekki látið í sér heyra. Ég lít svo á að hún hafi þarna verið að þakka mér hjálp- semina. Ungauppeldi Þann 20. júní voru 18 æðarungar og einn gæsarungi teknir heim úr hreiðri í varpi í Eyjum. Þrír gæsar- ungar voru teknir heim viku áður og tveir yfirgefnir æðarungar í Eyj- um 24. júní. Ungarnir voru viðrað- ir úti á daginn, en hafðir inni í húsi um nætur fyrstu fjóra sólarhring- ana, en voru þá fluttir út í stíu og höfðu þar ljósaperu hjá sér sem fóstru og hitagjafa. Fyrsta daginn var ungunum boð- in brauðmylsna, en úr því frjálst val á andarungafóðri frá Samband- inu og laxaseiðafóðri frá ístess hf., sem var útrunnið á tíma í seiðaeldi. Ungarnir voru gráðugir í seiða- fóðrið, en sniðgengu andarunga- fóðrið. Ef til vill hefur þeim fundist það of gróft, þrátt fyrir að ég muldi það þónokkuð. Strax á öðrum degi bar á ódöng- un hjá ungunum, lakastir 22. og 23. júní. Þeir voru daufir, hafa trúlega verið með magakveisu og sumir þeirra duttu á hrygg við snyrtingu. Ég takmarkaði þágjöf á seiðafóðri og fór að gefa með til öryggis fóðurger og vítamín- blöndu. Ungarnir réttu þá við og voru farnir að dafna vel að tveimur dögum liðnum. Lengi framan af voru þeir gráðugri í seiðafóðrið en andar- ungafóðrið og þurfti því um skeið að stjórna gjöf á laxaseiðafóðri. Þrír æðarungar misfórust fyrstu fjóra dagana. Einn var vanmeta frá upphafi, annar hefur að líkum kafnað undir í ungahrúgu í þrengslum í horni, sá þriðji vænt- anlega farið úr magakveisu, sem óbeint hefði líka getað orsakað dauða beggja hinna. Gæsarung- arnir voru heimaríkir við æðarung- ana. Sem var eðlilegt þar sem þeir höðu verið í dálæti áður en æðar- ungarnir komu á staðinn. Gæsar- ungarnir gátu því aldrei fellt sig við að vera í öðru sæti og gæta æðar- unga, öðru nær, þeir sáu sig aldrei úr færi um að sýna æðarungunum yfirgang. Þetta olli miklum vand- ræðum við uppeldi tegundanna, öðru vísi en áður var, þegar gæsar- ungar voru mér til halds og trausts við uppeldi æðarunga. Meira að segja daginn sem ég flutti æðarung- ana út í Oddsstaðalón, sneru gæsarungarnir við heim aftur í Vatnsenda á undan mér við Kríutanga í trausti þess að vera nú lausir við æðarungana. Þau urðu endalok gæsarunga minna á þessu hausti að þeir fóru í göngutúr með mér til næsta bæjar, 7 km leið og urðu svo hrifnir af umfeðmi svæð- isins að þeir sóttu þangað strax aftur að sjálfsdáðum. Það þurfti því að aflífa þá, svo að þeir yllu ekki öðrum vandkvæðum. Eldri uppeldisárgangar æðar- fugls og geldkollur sóttu að vanda eftir félagsskap við æðarungana. Þrjár til fimm kollur voru þar áhugasamastar, en aðeins ein sem hafði þar ábyrgðartilfinningu, gamla fóstra nr. 239563. Hinar voru meira úti eftir því að komast í matargjöf unganna. Að jafnaði voru um tuttugu geldkollur í slag- togi með ungunum, tældu þá með sér niður að vatni og Iágu hjá þeim á vatnsbakka, en voru að öðru leyti til óþurftar við umönnun unganna. Ungarnir voru orðnir sæmilega vatnsþolnir þann 30. júní, stálust þá með kollum niður á vatn og voru þar í pössun í 3 klst. Stél- myndun var hafin á þroskamestu ungunum þann 6. júlí og greinileg mótun vængfjaðra 10. júlí. Þann dag voru ungar merktir á hægri fót í númeraröð frá 239-587 tií 603. Þann morgun og fram eftir degi voru 30-40 geldkollur heima við á Vatnsenda. Hætt var að hýsa unga í stíu um nætur þann 14. júlí. Fóðurþörf 8. APRÍL 1990 Freyr 317

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.