Freyr - 15.04.1990, Side 27
fyrst og fremst hugsað um eigin
hag en kært sig kollótta um hvernig
öðrum reiddi af. Þetta er nú
einmitt hugsjónin í dag, frelsið og
óheft samkeppni, sem fólki hefur
verið talið í trú um að mundi bæta
afkomu framleiðanda og neyt-
enda. Þetta vita flestir að er stór-
kostleg blekking sem skaðar fram-
leiðendur og bætir ekki afkomu
neytenda á nokkurn hátt. Það eru
margir, sem halda að dreifingafyr-
irtækin hafi malað gull á sölu garð-
ávaxta, þar sem álagning hefur
sennilega fimmfaldast miðað við
það, sem tíðkaðist hjá gamla
Grænmetinu. Það er nú öðru nær,
flest þessara fyrirtækja eru illa
stödd. Jóhann Jónasson fyrrum
forstjóri Grænmetisins safnaði í
sjóði og byggði glæsilegt hús, þrátt
fyrir að álagning væri lítil. Þeir sem
tóku við söfnuðu skuldum og hafa
aldrei náð sér á strik, það hefur
verið eitt alls herjar basl öll þessi
ár. Húsakynnin standa auð og yfir-
gefin og þar fara ekki kartöflur í
geymslur sem sérstaklega voru
byggðar til þess að þjóna framleið-
endum og neytendum sem best.
Hvernig haldið þið svo að staðið
sé að innflutningi? Það má segja að
það hafi verið ein hörmungarsaga
frá upphafi, frá því að frelsið hélt
innreið sína. Það er örugglega ekki
betra heldur en þegar finnsku kart-
öflurnar voru fluttar inn á sínum
tíma og allt ætlaði að verða vit-
laust. Neytendasamtökin söfnuðu
undirskriftum til að mótmæla
einkasölunni vegna innflutningsins
frá Finnlandi Stærsti hlutinn af
þessum finnsku kartöflum var
fyrsta flokks vara. Eðlilega snerust
umræðurnar ekki um góðu kartöfl-
urnar. Tilgangurinn var að brjóta
niður einkasöluna. Hvort sem það
var til góðs fyrir neytendur eða
ekki.
Vcrð á garðávextum
eftir frelsið.
DV var einna harðast í áróðrinum
gegn Grænmetisverslunni í tíð
Jóhanns frá Öxney. Það blað
Grœnmetisverslun landbúnaðarins
blómstraði í tíð Jóhanns frá Öxney
reyndi hvað eftir annað að vekja
tortryggni í garð fyrirtækisins. Eitt
sinn var gert mikið veður út af því
að danskar kartöflur kostuðu eitt-
hvað minna í Færeyjum en sams-
konar kartöflur fluttar inn frá Dan-
mörku kostuðu hér á landi. Þeir
hjá DV töldu sig vita að Færeying-
ar hefði borgað nokkrum aurum
minna fyrir hvert kg. í Danmörku
en Grænmetið. Ekki var mér ljóst
þá hver tilgangurinn var með þess-
um skrifum, nema þá að reyna að
læða því inn hjá neytendum að þeir
sem stjórnuðu Grænmetinu létu
hækka verðið til að hygla sjálfum
sér. Auðvitað getur verið munur á
innkaupsverði, því verðið er skráð
daglega með tilliti til framboðs og
eftirspurnar. Þá er ekki sama
hvernig kartöflur eru flokkaðar og
í hverskonar umbúðum þær eru
afgreiddar.
Hvar er umhyggjan fyrir neyt-
endum nú hjá DV ?
Alagning hjá Grænmetinu var
um 9 % í tíð Jóhanns,eg gæti trúað
að nú væri ekki óalgengt í heildsöl-
unni að taka 50 % álagningu og
dugar ekki til. Verð á kartöflum í
smásölu er frá 80 kr. og upp í 175
kr. fyrir hvert kg. Algengast verð
mun vera um 135 kr. á kg. Bændur
eiga að fá 52 kr. fyrir hvert kg. af
l.flokks kartöflum. Kartöflur hafa
hækkað hlutfallslega meira en
nokkrar aðrar búvörur. Sama
hvernig það er reiknað. Skráð verð
á 1. flokks kartöflum í Vestur Evr-
ópu komnar í heildverslun hefur
verið undanfarnar vikur á bilinu 10
til 15 kr. fyrir hvert kg. Það má
gera ráð fyrir að farið verði að
flytja inn kartöflur í maí og þótt
það verði gamlar kartöflur þá
kæmi það mér ekki á óvart þótt
verðið yrði svipað og er á íslensk-
um kartöflum nú.
Eru kartöflur bctri nú cn
fyrir5árum?
Því var haldið fram af þeim sem
vildu frjálsar kartöflur að þegar
samkeppni yrði á markaðnum
mundi lélegri vara ekki sjást. Út-
litsfallegar kartöflur yrði það sem
koma skyldi. Sama mundi gilda um
aðrar garðávexti og grænmeti. Það
má segja að rninna beri á hýðis-
skemmdum nú en áður. Phoma-
sýking sést varla á kartöflum, sem
var algeng hér áður fyrr. Kartöflur
voru afgreiddar frá Grænmetis-
versluninni í góðu lagi, en eftir örfáa
daga í heitum geymslum voru þær
orðnar dökkar af phomaskemmd-
um. Það sem hefur fyrst og fremst
komið veg fyrir þessar skemmdir
er að nú á síðari árum eru nær allar
kartöflur úðaðar með sveppalyfi,
sem drepur sveppi utan á kartöfl-
unum. Að öðru leyti eru kartöfl-
urnar ekkert betri,það er hugsan-
legt að þær séu óhollari nú en áður.
Flokkun á kartöflunum er verri nú
en áður, því mikið er selt af smælki
með stærri kartöflum. Engin
breyting hefur verið á framboði
kartaflna, það eru nákvæmlega
sömu atbrigði og voru fyrir 5 árum.
Það er sama grænmetið ,hvorki
betra né verra . Neysla á kartöflum
8.APRÍL 1990
Freyr 323