Freyr - 15.04.1990, Qupperneq 29
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í
Rcykjavík 1990
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík árið 1990 var haldinn 16. mars sl. Fundinn
sóttu sextán kjörnir fulltrúar úr röðum bœnda, þ.e. fjórir fyrir hönd hvers mjólkursam-
Iags sem er aðili að fyrirtœkinu, þ.e. Mjólkurbús Flóamanna, Mjólkursamlags Kjalar-
nesþings, Mjólkursamlagsins í Borgarnesi og Mjólkursamlagsins í Búðardal.
Auk þess sat fundinn stjórn Sam-
sölunnar, nokkrir starfsmenn,
endurskoðendur og gestir.
Rekstur Mjólkursamsölunnar gekk
vel á árinu 1989
MS velti tæpum 3,2 milljörðum
króna í fyrra og jókst veltan um
20%. Skuldir nema rúmum 983
milljónum króna en eigið fé telur
1720 milljarða og hefur aukist um
335 milljónir á milli ára. Eignir eru
metnar á 2,7 milljarða króna.
Skuldir fyrirtækisins lækkuðu og
eiginfjárstaða þess styrktist. Sölu-
árangur var einnig góður árið
1989. Eins og búist var við minnk-
aði sala á fullfeitri nýmjólk frá
fyrra ári eða um 1,5% en jókst á
léttmjólk um 10,5% og á undan-
rennu um 10,2%. Þrátt fyrir til-
komu þykkmjólkurinnar var 5,5%
aukninga á jógúrtsölu. Þá allt að
því þrefaldaðist salan á rjómaskyri
og hún jókst um fimmtung á
ávaxtaskyri, svo að dæmi séu
nefnd. Nýjungar á borð við
eðaljógúrt, smámál, að þykk-
mjólkinni ógleymdri, féllu í góðan
jarðveg.
Virkur fullvirðisréttur dugði ekki
neyslunni
Á síðasta verðlagsári var fullvirðis-
réttur Fyrsta sölusvæðis 54,7 millj-
ónir lítra. Vegna aðgerða Fram-
leiðnisjóðs, greiðslna ríkisins fyrir
ónotaðan rétt og tilfærslna milli
ára varð virkur réttur þó ekki meiri
en 51,6 milljónir lítra. Heildar-
framleiðslan varð 52,2 milljónir
lítra eða 590 þúsund lítrar umfram
virkan rétt.
Mjólkurframleiðsla með alminnsta
móti
Magnús Sigurðsson, stjórnarfor-
maður, sagði að framleiðsla
mjólkur hefði í fyrra minnkað um 2
milljónir lítra, eða 4% miðað við
árið áður. Að sögn Magnúsar
dugði framleiðsla svæðisins vart til
að fullnægja kröfum markaðarins
og stafaði það ugglaust fyrst og
fremst af lélegum gæðum fóðurs
sökum slæms árferðis. Auka þyrfti
mjólkurframleiðslu um 1,5 til 2
milljónir lítra á ári svo að ekki yrði
hætta á mjólkurskorti.
Lækkun mjólkurverðs brýn
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri, vék í máli sínu að nauðsyn
þess að lækka heildarútgjöld
mjólkuriðnaðarins og gera þar
með verðlækkun vörunnar mögu-
lega. Eins mætti lækka milliliða-
kostnað með raunhæfum leiðum í
hagræðingu. Hann taldi að eftir
sem áður yrði ekki litið fram hjá
þeirri staðreynd að minnkandi
mjólkurframleiðsla hefði óhjá-
kvæmilega þyngt rekstur samlag-
anna. Einnig bæri að hafa í huga að
síharðnandi samkeppni mjólkur-
vara við önnur matvæli og drykkj-
arvörur þyngdi róðurinn. Meðal
mikilvægustu þátta framleiðslunn-
ar væru því vöruþróun og mark-
aðssetning.
Nýtt greiðslufyrirkomulag á mjólk
til framleiðenda
Á fundinum skýrði Pétur Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Tækni- og
framleiðslusviðs, frá nýju greiðslu-
fyrirkomulagi þar sem höfð er hlið-
sjón af bæði fitu- og próteininni-
haldi mjólkur. Ráðgerð er, að
þetta nýja fyrirkomulagi taki gildi
síðar á þessu ári. í máli Péturs kom
fram að með þessu nýja fyrirkomu-
lagi sé verið að laga verðlagninu
mjólkurafurða að breyttum
neysluvenjum. Samlögin greiði í
flestum tilvikum fyrir afurðirnar
með hliðsjón af fituinnihaldi þeirra
á sama tíma og neytendur kjósi
síður fiturríkar vörur. Fituinnihald
vegur því of þungt í verði miðað
við þarfir og kröfur neytenda.
Mjólkin hefur aukist að gæðum
Á fundinum kom enn fremur fram
að íslendingar væru í efsta stæti
varðandi mjólkurneyslu á hvern
íbúa samkvæmt upplýsingum frá
Alþjóðasamtökum mjólkurfram-
leiðenda IDF. Gæði mjólkurinnar
hafa aukist og sölufrestur verið
lengdur. Hann er nú sex dagar á
ferskum mjólkurvörum í stað fjög-
urra áður. Þá er samstarfið við
kaupmenn gott og ímynd MS já-
kvæði í augum almennings.
(Frá Upplýsingaþjónustu landbúnadar-
ins).
8. APRÍL 1990
Freyr 325