Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 30
Jón Halldór Guðmundsson,
Ærlæk, Öxarfirði
Gemlingslömb vanin undir
fullorðnarær
Að beiðni ritstjóra Freys œtla ég að segja frá nokkurs konar tilraun sem við feðgar á
Ærlœk höfum gert í nokkur ár, en hún er íþvífólgin að hleypa til gemlinga en venja síðan
öll lömbin sem þeirfœða undir fullorðnu ærnar.
Rökin fyrir því að gera þetta
teljum við vera eftirfarandi:
Það hefur verið reynsla okkar að
gemlingana muni ekki svo mikið
um að ganga með fóstrið, en séu
lömbin látin ganga undir þeim
sumarið komi það verulega niður á
þroska þeirra, miðað við hina sem
ganga geldir. Til að bæta þeim
þetta þroskatap þurfa þeir mjög
mikið fóður á öðrum vetri og sum-
ar ærnar ná sennilega aldrei þeim
vænleika sem þær annars hefðu
gert.
Með því að láta sem allra flestar
ærnar ganga með tvö lömb lenda
mun færri skrokkar í verðfellingu
út af fitu, þ.e. í DIB og DIC.
Einnig fjölgar trúlega þeim
skrokkum sem flokkast í D Úrval.
Með þessu er með öðrum orðum
hægt að ná, ef rétt er á málum
haldið, hærra meðalverði út úr inn-
legginu og þar með nýtist fullvirð-
isrétturinn betur. Það er til lítils að
hafa háa meðalvigt ef stór hluti
fullvirðisréttarins eyðist í að leggja
inn verðlausa fitu sem getur j afnvel
verðfellt 20 kg fall niður í að vera
16 kg virði.
Mjög feitar ær, sem hafa kannski
komið einlembdar oftar en einu
sinni, en er síðan vanið undir, nást
oft niður í hóflegri hold og virðast
jafnvel frekar koma tvílembdar
eftir það.
Vanhöld mega vera býsna mikil
á lömbum svo að gemlingslömbin
dekki þau ekki. Þannig geta í flest-
um tilfellum komið fleiri lömb til
nytja á haustin heldur en fædd
lömb fullorðnu ánna eru.
Samanburðurá þunga.
Ég gerði samanburð á þunga síð-
ustu fjögurra árganga ánna nú í
janúar og þar kemur fram að um
óverulegan mun er að ræða á
þunga þeirra áa sem gengu með
fóstur gemlingsárið og hinna sem
gengu geldar. Meðalþungi 138 áa á
1.-4. vetri sem gengu með fóstur
gemlingsveturinn var nú í janúar
61,7 kg en þungi 133 áa á sama
aldri sem gengu geldar gemlingsár-
ið er nú 62,1 kg. Það munar sem
sagt 0,4 kg á lifandi þunga og þeim
geldu í hag. Þetta kemur þannig út,
ef hver árgangur er reiknaður út
sérstaklega, að ærnar á öðrum til
fjórða vetri eru 250-480 gr. léttari
en hinar að meðaltali en vetur-
gömlu ærnar sem gengu með fóstur
eru nú 200 gr. þyngri en hinar sem
voru geldar, hvað sem því veldur.
Við höfum ekki vigtað gemlinga í
janúar svo að það er engan veginn
hægt að sanna að þeir gemlingar
sem fengu, hafi verið jafnþungir
meðaltalinu þegar þeir fóru að
leggja í fóstrið. Það finnst mér hins
vegar líklegt þar sem við höfum
sett hrút í allan gemlingahópinn
ven j ulega sama dag og byrj að er að
halda ánum. Við höfum svo tekið
hrútinn úr eftir 10-14 daga til þess
að fá ekki mörg gemlingslömb síð-
ustu daga sauðburðarins. Hér hafa
gemsarnir verið órúnir en samt
hefur oftast um helmingur þeirra
verið með lömbum. Flestir þeirra
koma einlembdir en þó er alltaf
einn og einn tvílembdur. Vanhöld
á gemlingslömbunum hafa verið
lítil og eins hefur burður yfirleitt
gengið vel.
Við höfum þann háttinn á að
taka lömbin nýfædd og óköruð frá
gemsunum og snertum ekki við
júgranu. Með þvf móti losnarmað-
ur alveg við sáran saknaðarjarm
sem kemur óhjákvæmilega ef þeir
fá að kara lömbin. Með því að
snerta ekki júgrað byrjar raun-
veruleg mjólkurframleiðsla aldrei
og júgrað hjaðnar á fáum dögum.
Við teljum að minni hætta sé á
j úgurbólgu þar sem smit á ekki eins
greiða leið í júgrað, sé aldrei tekið
úr spenunum. Gemlingunum er
326 Freyr
8.APRÍL 1990