Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1992, Qupperneq 7

Freyr - 15.05.1992, Qupperneq 7
10.'92 FREYR 391 Auka þarf þátttöku bœnda í skógrœkt Skipuleg skógrækt hér á landi hófst snemma á þessari öld. Framan af átti hún í varnarbaráttu við bændur, sem stunduðu beitarbúskap, um not af landinu, en jafn- framt var ætíð nokkur hluti bænda sem studdi skógrækt og hafði skógarnytjar. A þessum tíma var skógrækt hér á landi einkum hugsjónastarf fólks, að meirihluta í þéttbýli, sem tók sárt að sjá gróðurnekt landsins, auk þess sem smám saman byggðist upp starfsemi Skógræktar ríkis- ins, þar sem mest af faglegri þekkingu á þessari starfsemi var saman komin. Lengi vel var Skógræktin einungis laustengd annarri opinberri starfsemi sem sinnti ræktunarmálum innan landbúnaðarins, en á síðustu árum hefur náin samvinna kom- ist á við Landgræðsluna og búnaðarsam- bönd í nytjaskógasveitum. Mikil breyting hefur orðið á viðhorfum til þessara mála á síðari árum. Skilin urðu við það að þörf fyrir að beita búfé á úthaga minnkaði verulega við þann samdrátt sem varð á sauðfjárbúskap og hófst með kvóta- kerfi sem sett var á um 1980. Eftir það hefur áhugi bænda og annarra sem um- ráðarétt hafa á landi á því að rækta upp skóg verði sívaxandi. Skógrækt er í eðli sínu þannig að langur tími líður frá því plöntun fer fram uns ræktunin skilar arði. Fyrstu tekna má vænta af grisjun eftir 15-20 ár en allt upp í 70-100 ár líða uns síðustu trén eru felld. Vegna þess hve útlagður kostnaður skilar sér seint nýtur ný skógrækt á berangri opinberra framlaga hvarvetna meðal þjóða sem íslendingar bera sig saman við. Hér á landi hefur fjárveitingavaldið ein- ungis gefið einstaklingum kost á fjárveit- ingum til nytjaskógræktar, auk þess sem það hefur lagt fé til Skógræktar ríkisins og lítilsháttar til skógræktarfélaga o.fl. Árið 1986 birtist í skýrslu um landnýtingu sem landbúnaðarráðuneytið gaf út álitsgerð um skilyrði til skógræktar hér á landi, samin af Skógrækt ríkisins. Þar er landinu skipt í þrjá gæðaflokka og falla undir 1. flokk þau svæði þar sem stunda má nytja- skógrækt. Skógrækt ríkisins hefur ekki gefið kost á framlögum nema á svæðum sem falla undir 1. flokk, nema með örfáum undantekningum. Fróðlegt er að rifja upp áfanga á ræktun nytjaskóga á vegum bænda hér á landi. Upphaf þess má rekja til ræðu sem Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður flutti á samkomu í Atlavík árið 1965. í framhaldi af því gerðist það að Jónas Pétursson alþingismaður fékk því framgengt að veitt- ar voru kr. 500 þúsund á fjárlögum til Fljótsdalsáætlunar árið 1969 og með þeirri fjárveitingu var hafin plöntun á fimm jörð- um í Fljótsdal árið 1970 og næstu árum. Árið 1980 hófst hreyfing meðal eyfirskra bænda um skógrækt í Eyjafirði innanverð- um og hefur henni miðað töluvert áleiðis. Skömmu síðar varð sams konar hreyfing meðal bænda í uppsveitum Árnessýslu. Á hinn bóginn varð ekki úr svokallaðri Laug- ardalsáætlun sem unnið var að um líkt leyti, síðar bættust í hópinn nokkrar jarðir í Borgarfirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Árið 1986 birti Skógrækt ríkisins áður- nefnda tillögu um skiptingu landsins í þrjá flokka eftir vaxtarskilyrðum, sem síðan hefur verið farið eftir við afgreiðslu fram-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.