Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 8

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 8
392 FREYR 10.’92 laga til nytjaskógræktar. Að lokum má nefna að árið 1991 setti Alþingi lög um Héraðsskóga sem fjalla um nytjaskógrækt á Fljótsdalshéraði með sérmerktum fjár- veitingum á fjárlögum. Að hluta má rekja þá lagasetningu til riðuniðurskurðar sem fór fram á því svæði um það leyti, en að henni stuðlaði einnig sú reynsla sem feng- ist hafði af skógi sem vaxið hefur þar upp á skóglausu landi á síðustu árum. Eftir að íslenskur landbúnaður hefur farið að beina athygli sinni og kröftum meira að skógrækt hefur áhugi hans vaxið á að eiga þar stjórnarfarslega meiri aðild. Núgildandi lög um skógrækt eru að stofni frá árinu 1955. Síðan hafa verið gerðar' nokkrar breytingar á þeim, auk þess sem sett hafa verið nokkur lög um skylt efni við hliðina á þeim. Jafnframt hefur verið unn- ið að frekari heildarlagasetningu um skóg- rækt sem ekki hefur náð fram að ganga. Eins og fram kemur annars staðar í þessu blaði, í fréttum frá Stéttarsambandi bænda, hefur þaó óskað eftir því við land- búnaðarráðherra að lög um skógrækt verði endurskoðuð með það að markmiði að skógrækt verði skapaður rammi sem falli sem best að öðrum þáttum búrekstrar og tengist um leið öðru skógræktarstarfi í landinu. Hér er á ferð glögg viljayfirlýsing um það að samtök bænda vilji gera skóg- rækt að eðlilegum þætti í búskap og af- komu bænda. Því ber að fagna. M.E. Þróun landbúnaðar í Danmörku Danska Umhverfisráðuneytið hefur birt álitsgerð um horfur í dönskum landbúnaði út frá þeirri landbúnaðarpólitík, sem stefnt er að innan Efnahagsbandalagi Evr- ópu og væntanlegu GATT-sam- komulagi. Álitsgerðin nefnist: „Danmörk á leið til ársins 2018“. Samkvæmt henni er því spáð að byggðum býlum í Danmörku fækki um helming á þessum tíma og 250- 400 þús. ha af ræktuðu landi muni verða teknir til annarrar notkunar en hefðbundins landbúnaðar, þ.e. undir skógrækt eða því breytt í graslendi. Eitthvað af landinu verður notað undir frístundaþarf- ir, svo sem golfvelli, tjaldstæði o .fl., en annað undir ýmsa ræktun í smáum stíl, m.a. heimilisræktun til eigin nota og sölu. Áætlað er að byggingar á 26-28 þús. býlum verði rifnar eða eig- endaskipti verði á þeim. Fólk sem sækir vinnu í þéttbýli mun búa í íbúðarhúsunum og eitthvað af úti- húsum mun verða notað undir smárekstur hvers konar og ferða- mannaþjónustu. Á jörðum þar sem áfram verður stundaður landbúnaður verður rekinn stórbúskapur þar sem beitt verður mikilli tækni eða rekinn verður umhverfishollur og sjálfbær landbúnaður þar sem uppbót á tekjur fæst með ferðaþjónustu, handiðn eða vinnu utan heimilis. Norðurlönd úða minnst Holland, Japan og Ítalía nota 15- 34 sinnum meiri jurtavarnalyf en Norðurlandaþjóðir, að því er kem- ur fram í vistmálaskýrslum OECD Stofnunarinnar. Minnst allra af plágueyðandi efnum nota íslendingar og Finnar, en Svíar, Tyrkir og Norðmenn fylgja á eftir. Danir brúka nærri fjórum sinn- um meira af jurtavarnalyfjum heldur en íslendingar og 50% meira en Norðmenn. Skýrslan sýnir að Finnar nota fimmtungi minna af pláguefnum en þeir gerðu fyrir 10 árum og svipað hefur gerst í Svíþjóð, Nor- egi og Þýskalandi. Aftur á móti hefur notkun þess- ara efna aukist um 20% í Frakk- landi. Land ár kg/ha Holland 1989 20,5 Japan 1985 17,5 Ítalía 1988 16,1 Spánn 1989 6,6 Sviss 1988 5,9 Frakkland 1988 4,9 Portúgal 1988 3,4 Danmörk 1988 2,2 Noregur 1988 1,4 Tyrkland 1989 1,2 Svíþjóð 1988 1,0 Finnland 1989 0,9 Island 1988 0,6 Heimild: OECD

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.