Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 35

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 35
10.'92 FREYR 419 þeim væri veitt mikil athygli. Hinn 16. júlí voru ungar fluttir vatnaleið út í Oddsstaðalón, þá 4ra vikna gamlir. Þá voru þeir orðnir sem næst óseðjandi og í mikilli þörf fyrir að komast í náttúrulegt um- hverfi og fá sjávarfang og fjöru- beit. Eg vil enn og aftur benda á hve viðkvæm sál æðurinn er, og veiti ég því því rneiri athygli eftir því sem árin líða. Merking unganna að þessu sinni raskaði ró þeirra í bili, og hafði ég ekki að fullu unnið trúnað þeirra fyrr en sólarhringi síðar. Kollur sem koma aftur eftir tveggja ára fjarveru frá Vatnsenda trúa að þar séu óbreyttir siðir og þeim sé frjálst að ganga í fóður með ungunum. Enda er þeim gefið fóður fyrst á vorin áður en ungarn- ir koma. Hins vegar skilja þær ekki þegar farið er að bægja þeim frá ungamatnum og hvekkjast svo, þótt þeim sé matur ætlaður, að þær veigra sér við að koma í þann mat í nálægð manna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Eg held þó að meiri hætta sé á röskun á sálarlífi fugls- ins, ef sá aðili sem fuglinn treystir á breytir framkomu, fremur en það sé einhver utanaðkomandi. Daginn sem ungarnir voru fluttir út í Oddsstaðalón gafst ekki tími til að venja þá nógu vel að nýjum staðháttum. Á Oddsstöðum var sumardvalarfólk sem gaf ungunum fóður næstu 10 daga. Þar komu of margir við sögu og hver með sína umgengnishætti. Ungarnir vissu því ekki hvað var leyfilegt og hverju mætti treysta. Stundum mátti þetta og þá voru þeir vel- komnir í hópinn, en í annað sinn voru þeir til ama og óþurftar. Þeir urðu því hálfruglaðir í ríminu, skorti meiri umönnun og hlýju og vissu ekki hvernig þeir ættu að haga sér um skeið. Þeir voru seinir til að venjast sjávarfangi og fjöru- beit, fóru til berja eins og dvalar- fólk á Oddsstöðum, þvældust við Steinbogann - silungslæk - eins og krakkarnir og dvöldu oft á fersku vatni sunnan við bæinn. Eftir sólarhringsdvöl á Odds- Agúst Arni Jónsson sinnir ungum, sex vikna, á Lónabakka. Silakeppur fœr sérfóðrun úr bauk. (Ljósm. Kristbjörg Arnadóttir). Ungar, níu vikna og fleygir, í skjóli við bátinn Inga gamla, ganga ífóðurdalla í félagsskap Árna Baldvins Þórðarsonar. (Ljósm. Guðný Árnadóttir). stöðum mættu allir ungarnir heima á Vatnsenda aftur, en það hafði einnig hent árin áður. Þeir fengu hlýjar viðtökur og hvíld á Vatns- enda þann dag, en ég labbaði svo með þeim landleiðina 3 km út í Oddsstaði daginn eftir. Það tók ungana langan tíma að venjast Oddsstaðaverunni að þessu sinni og þeir voru enn háðari mér fram eftir hausti en nokkru sinni áður. Níu vikna gamlir voru flestir ungarnir orðnir fleygir. Gæta verður þess að dvelja með þeim ungum, sem eru á eftir í þroska, við gjafir. Annars drífa þeir sig strax til sjávar eins og aðalhópurinn þegar sá hluti er búinn að éta. Þeir sem eru minni eru lengur að seðja hungur sitt og er oft bægt frá fóðurdöllum af þeim stærri. Frh. ábls. 427.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.