Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 11

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 11
10.’92 FREYR 395 Jónas Erlendsson t Fagradal hefur komið upp fiskeldi á jörð sinni. Bœjarlœkurinn knýr fyrst rafstöð á jörðinni og er síðan notað til fiskeldisins. Jónas hefur eigin útbúnað við að leiða vatn úr kerjunutn eftir notkun. Pessi útbúnaður er sýndur á myndinni til hœgri. Mýrdal. Fyrir skömmu var svo frá- genginn samningur milli Snjó- sleðaferða hf. og heimamanna um snjósleðaferðir og rekstur á skíða- lyftu á Mýrdalsjökli. Þá má nefna hóp um rekstur sumarbúða, hóp um minjagripaframleiðslu og hóp um aukið samstarf fyrirtækja Fyrir utan þessi verkefni, sem hafa þróast jákvætt, eru svo önnur sem ekki miðaði eins vel, a.m.k. að sinni. Eftir endurmatsráðstefnuna komust nýir hópar á legg, m.a. einn til að kanna möguleika í opin- berri þjónustu, þ.e. lögbundinni þjónustu sem nú er ekki sinnt, t.d. brunaeftirliti eða öðru, sem tengja má því sem fyrir er. Þá má nefna hóp um landbúnað, sem erm.a. að skoða hagræðingar- möguleika, umhverfismál, úr- vinnslumöguleika og fræðslu. Þetta er vítt svið þar sem menn eru að velta fyrir sér hugmyndum sem of snemmt er að kynna. Yfir heildina litið er óhætt að segja að stofnun Ataksverkefnisins hafi aukið mönnumbjartsýni. Auk þess sem starfshóparnir hafa unnið gott verk, þá hafa fyrirtækin á svæðinu leitað til okkar í auknum Helga Jónsdóttir og Sigurjón Mýrdal reka bú á Ketilsstöðum í Mýrdal, en Sigurjórt er þaðan. Þau eiga hins vegar heimili á Steig þar sem Helga prjóttar flíkur með fjölbreyttu mynstri á tölvustýrða prjónavél. Pau fluttu austur í Mýrdal fyrir tveimur árum en áður unnu þau bœði hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur, hún sem tœkniteiknari en hann sem raf- magnsverkfrœðingur. Pau hafa kom- ið sér upp vönduðum tölvubúnaði og litprentara þar sem framleiða má margs konar gögn, svo sem auglýs- ingar, kennslugögn, m.a. glœrur, o.fl. mæli, bæði um aðstoð við fram- leiðsluna og markaðssetningu. Hafið þið úr einhverjum f jármun- um að spila til að styðja þessi verkefni? Nei, en við getum keypt sér- fræðiaðstoð fyrir hópana, svo sem fýrirlesara, en aðra fjárhagsaðstoð getum við ekki veitt. Þeim er í þeim efnum vísað á Framleiðni- sjóð, Smáverkefnasjóð og aðra að- ila. Við veitum þeim hins vegar aðstoð við umsóknirnar. Þú nefndir að fóiki haf i fœkkað á svœðinu, en er þá laust jarð- nœði? Nei, sáralítið, það kemur maður í manns stað þegar jarðir losna. í Vík er heldur ekki teljandi á lausu af húsnæði. Aldurssamsetning íbúa gefur til kynna að meðalaldur hér sé hærri en yfir landið í heild. E.t.v. má rekja það til dvalarheimilis fyrir aldraða sem staðsett er í sveitarfé- laginu. Fjöldi barna á grunnskólaaldri er undir landsmeðaltali en nokkuð fjölmennir árgangar eru á for- Frh. á bls. 425.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.