Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 33
10.’92
FREYR 417
Æðarbúskapur á Vatnsenda
1991
Árni G. Pétursson
Búseta hófst á Vatnsenda síðdegis hinn 9. maí. Að þessu sinni var ís leystur af vötnum
og snjólaust heima við bœjarhús. Nœsta dag komu fjögur œðarpör og tvœr geldkollur
á Fremravatn, og byrjað var að róta til í þremur hreiðrum í heimavarpi. Nœstu daga
fjölgaði fugli mjög heima við á Vatnsenda, og voru taldir 19 blikar og 14 kollur við
Fremravatn hinn 15. maí. Þann dag kom meirihluti œðarhópsins í mat heim á hlað.
Hinn 13. maí voru nokkrar kollur
orpnar í eyjum, en ófriður af flug-
vargi í varpi þar og af álftinni í
hólma í Suðurvatni þar sem kollur
voru byrjaðar að róta til.
Okyrrð var í heimavarpi og
móavarpi að Vatnsenda á þessu
vori, sem stafaði auk venjulegs
flugvargs af heimsókn snæuglu,
minks og refs. Minkur var á ferli
heima við á Vatnsenda á þessu vori
og rændi varp í mýrum og starar-
flóum, snæugla drap endur og æð-
arfugl og tófa rændi tvívegis
heimavarp á Vatnsenda.
Mig undraði í fyrstu hversu
breytilegur fjöldi æðarfugls var
heima við á Vatnsenda að morgni
frá degi til dags. Ég leiddi þó ekki
huga að því að um ókyrrð frá tófu
gæti verið um að ræða, þrátt fyrir
að nágrannar mínir væru að eltast
við tófu dag eftir dag og að kría,
hettumávar, endur, æðarfugl og
mófuglar fengju ekki frið með
hreiður sín í grennd við Vatnsenda
á þessu vori.
Hinn 18. maí voru allir hettu-
mávar og kría rænd og horfin úr
varpi í grennd við Vatnsenda, en
þann dag fundust alikollur á eggj-
um í heimavarpi.
Varpi fór hægt að í eyjum fram
eftir vori og frjósemi var lítil, aldrei
kom nein veruleg varphrota, enda
viðvarandi flúgvargur allt vorið,
þó mest skúmur og silfurmávur er
á leið. Flestar kollur urpu í heima-
varpi dagana 20. - 25. maí, og voru
að þessu sinni ný hreiður tekin í
notkun.
Hinn 28. maí upp úr kl. 10 að
kvöldi birtist tófa á bæjarhellunni
og rændi æðarhreiður í hlaðvarp-
anum. Ég setti egg í hreiðrið aftur
(vandi undir) og kollan tók eggin
um nóttina og bætti einu við og lá
fast á hreiðri sínu næstu daga á
eftir.
Aðfararnótt 3. júní hafði tófan
heimsótt bæjarvarpið aftur og rænt
5 hreiður og trúlega tvö áður. Þann
dag dvöldust 8-10 kollur heima við
hús og allt að 15 er best lét næstu
tvær vikur. Það voru sömu við-
brögð og alikollur mínar úr hólm-
anum höfðu viðhaft árið áður, þeg-
ar álftin eyddi hreiðrum þeirra þar.
Þær leita heim eftir huggun er í
harðbakka slær. Líklega hefur
tófan eytt 8-10 hreiðrum þessa nótt
þótt ég hafi ekki vitað um tilvist
þeirra allra. Ein alikolla mín sem
hóf varp 5 dögum áður var svo
sjokkeruð eftir tófuheimsóknina
að hún þoldi ekki að ég horfði á
hana á hreiðri, og flaug af og kom
ekki aftur. Tófan hafði eytt tveim-
ur hreiðrum í næsta nágrenni
hennar.
Tvær aðrar kollur sem höfðu
hafið varp yfirgáfu hreiður. Ég var
undrandi yfir viðbrögðum koll-
unnar sem flaug af því, hana hafði
ég heimsótt tvívegis áður án þess
hún rótaði sér af hreiðri.
Nú er forvitnilegt að vita hvort
kollur mínar, sem tófan rændi,
þori að verpa í sömu hreiður aftur
að vori 1992 og þær hafa notað
undanfarin tvö-þrjú ár. Að þessu
sinni, eftir að tófan rændi varpið,
leituðu alikollur sem ekki lágu á
hreiðri heim í mat fram í miðjan
júní. Það lofaði góðu um all veru-
lega aukningu í bæjarvarpi á
Vatnsenda á þessu vori, 25-30
höfðu fullan hug á varpsetu en
tófan gerði þar strik í reikninginn.
Ungauppeldi
Hinn 17. júní voru ellefu ungar
teknir heim úr Eyjum, 28 hinn 19.
og sex þeir síðustu 20. júní. Einn
ungi misfórst fimm daga gamall.