Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 43

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 43
10.'92 FREYR 427 Hvernig er neysluvatnið hjá þér? Bora eftir vatni, dæluprófa og aðstoöa við virkjun á borholum. Ný og lipur tæki, áralöng reynsla. t Heitt og kalt vatn. t Ferskur sjór. | Rannsóknar- og kjarnaboranir. | Dæluprófanir. t Verkfræðiþjónusta. Alvarr hf. Friðfinnur K. Daníelsson verkfræðingur Sími 91-612460 Endurskoðun laga um skógrœkt Kynnt var uppkast að bréfi til land- búnaðarráðherra þar sem hvatt er til endurskoðunar á lögum um skógrækt nr. 3/1955 með síðari breytingum. Bréfið fylgir hér á eftir: „í framhaldi af undirritun nýs búvörusamnings 11. mars 1991 (bókun VI) hefur komið fram vax- andi áhugi meðal bænda á skóg- rækt sem lið í almennum búrekstri. Stjórn Stéttarsambandsins telur mikilvægt að þessum þætti bú- rekstrar sé þegar í upphafi skapað- ur rammi þannig að hann falli sem best að öðrum þáttum búrekstrar og tengist um leið öðru skógrækt- arstarfi í landinu. I þessu sambandi telur Stéttar- sambandið nauðsynlegt að taka til endurskoðunar lög nr. 3 frá 6. mars 1955 um skógrækt, meðal annars með tilliti til þess að ætla má að nytjaskógrækt geti á næstu árum orðið gidlur þáttur í skóg- ræktarstarfi hérlendis. Stjórn Stéttarsambands bænda telur mikilvægt að vinna við endur- skoðun laganna geti hafist sem fyrst og óskar eftir því að samráð verði haft við Stéttarsambandið um það verk.“ Æðarbúskapur á Vatnsenda 1991. Frh. afbls. 417. Vanhöld Að venju var ungum gefið silungs- slóg í Fremravatn á Vatnsenda til að venja þá við fæðuöflun og köf- un. Þeir virðast ekki vera í eins mikilli þörf fyrir fiskmeti, síðan ég fór að gefa seiðafóður. Innyfla- ormar voru miklir í sumum silungi á Vatnsenda að þessu sinni. í and- varaleysi áttaði ég mig ekki á að það gæti verið hættulegt fyrir ung- ana. í ágústmánuði fundust tveir ungar dauðir, annar 244-224, leit- aði heim að Vatnsenda, hinn 244- 242 fannst við Oddsstaðalón. Krufningin að Keldum leiddi í ljós að dánarorsök á þeim fyrrnefnda var bandormasýking en hinn hafði orðið fyrir skoti. Ég mun ekki oftar gefa ungum mínum silungsslóg, heldur flaka í þá fiskinn sjálfan. Reynsla þessa uppeldis undir- strikar að afgerandi er að ungarnir geti treyst leiðsögn uppalanda allt til loka. Þá er uppeldið auðveldast og framförin best. Ég þakka öllum er veittu marg- háttaða aðstoð við uppeldi ung- anna að þessu sinni, og alveg sér- staklega Silfurstjörnunni hf. í Öx- arfirði, sem gaf allt seiðafóður. Árni G. Pétursson er œðarbóndi á Vatnsenda á Melrakkaslétlu og fyrrver- andi sauðfjárrœktar- og hlunnindaráðu- nautur BÍ.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.