Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 14

Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 14
398 FREYR 10.'92 Grœn ferðamennska - ferðaþjónusta ó grœnni grein Eftir Erlu Sigurðardóttur Undanfarinn áratug og vel það hefur ferðaþjónustu vaxið mjög fiskur um hrygg og binda menn því eðlilega œ meiri vonir við hana sem einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Síðastliðinn áratug fjölgaði árs- verkum í ferðaþjónustu unt 2000 eða 60% og gert er ráð fyrir að um aldamót skapi ferðaþjónusta 2000 fleiri ársverk en hún gerir nú. (sbr. Magnús Oddsson 1991: 6). Þessar tölur einar eru mikið fagnaðarefni þegar samdráttur og niðurskurður tröllríða öðrum atvinnugreinum. Eg ætla ekki að rekja hér tölur um fjölda erlendra ferðamanna sem koma til landsins eða meðaleyðslu á mann, þær upplýsingar eru að- gengilegar annars staðar. í ljósi þess hvers nútímamaður- inn leitar á ferðum sínum tel ég vöxt ferðaþjónustu sérstakt fagn- aðarefni fyrir íbúa dreifbýlisins, einkum þá sem búa í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum. Æ fleiri þarfnast hvíldar frá manngerðu umhverfi og þrautskipulagðri óreiðu og ys borganna. Sérstæð náttúra landsins laðar hingað er- lenda ferðamenn sem margir fagna hvfld frá lúxus hótelum, stórum og hraðskreiðum lestum og flugvöll- um. í>að geta þeir nálgast annars staðar fyrir minna fé og fyrirhöfn. Hér á landi er einnig að vaxa upp kynslóð sem ekki á afa eða ömmu, frænda eða frænku í sveit eða þorpi, þessum borgarbörnum lands okkar er ekki síður þörf á hvfld frá ysnum og öðrum kosti en ferðamannaborgum fjöldafram- leiðslunnar. Ef að líkum lætur sækja jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn í framtíðinni í æ ríkari mæli í hinar dreifðu byggðir. Ferðaþjónusta getur orðið þeim Erla Sigurðardóttir. lyftistöng sé vel á málum haldið. Hinn öri vöxtur ferðaþjónustu bænda sýnir að margir hafa gert sér þetta ljóst og eru farnir að „búa uppá ferðamenn“ og er það mjög ánægjuleg þróun. Þessu greinarkorni er ekki ætlað að boða ferðaþjónustu sem alls- herjarlausn fyrir hinar dreifðu byggðir, enda hefur reynslan sýnt okkur hversu hált mönnum getur orðið á að binda vonir við að eitt leysi allt í slíkum efnum. Engu að síður er full ástæða til að líta á hana sem verulegan þátt í atvinnulífi þjóðarinnar. í fljótu bragði sé ég í það minnsta þrjár mögulegar leiðir í þróun ferðamála í sveitunum og ekki allar jafn fýsilegar. Fyrsta leiðin er einföld og auð- veld (til að byrja nteð). Það er umbrotalítið að sitja með hendur í skauti og leyfa utanaðkomandi að- ilum að sýna ferðamönnum landið og sveitirnar sínar og selja aðgang að þeim. - Horfa aðgerðalaus á peninga- og atvinnutækifæri renna í sama farveg og arðinn af miklum hluta annarrar atvinnustarfsemi sveitanna og landsbyggðarinnar. Svo geta menn orðið fúlir og agnú- ast útí Reykjavíkurveldið, kol- krabbana sem allt gleypa, kannski sótt um styrki eða bætur vegna ágangs ferðamanna eða eitthvað í þeim dúr. Við þekkjum þetta öll. Auðvitað dettur engum í hug að láta nokkuð þessu líkt viðgangast. Við sjáum í hendi okkar að nú er lag, jjað hillir undir atvinnutæki- færi og um að gera að drífa sig. Hendast af stað kunnuglega leið. Hringja á steypubflinn, „byggja upp“ af krafti, taka lán, veðsetja, og græða sem mest á stuttum tíma. Fljótlega höfum við búið okkur til enn eina loðfiskeldisræktina með tilheyrandi brostnum vonum, erf- iðum lánum og auðum glæsibygg- ingum sem hæða okkur um ókom- in ár. Það ætti að vera vandalítið að forðast öfgar í þessa átt. Framtíð ferðaþjónustu í íslensk- um sveitum er undir þeim sem þar búa komin, og taki þeir málin í sínar hendur og vinni frekar af forsjá en kappi, er hún björt. Það er enn frekar fagnaðarefni að ekki þarf að byrja á að finna upp hjólið, það er til og einungis þarf að nota það. Framtíðarhjól ferðaþjónust-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.