Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 34
418 FREYR
10.'92
Vikugamlir œðarungar. (Ljósm. Á.G.P.).
Æöarhreiðtir viö rekadrumba á Oddsstaöaeyjum. Myndin er tekin 17. maí
1991. (Ljósm. Kristbjörg Árnadóttir).
Ungar, sex vikna, heima á hlaði við Oddsstaði. (Ljósm. A.G.P.).
Umönnun, uppeldi og fóðrun ung-
anna var mjög á sama hátt og 1990.
Þeir voru inni í eldhúsi fyrsta sólar-
hringinn til að venjast umgengni
manna. Þá fluttir út í stíu og fyrstu
vikuna í pössun í frjálsræði úti við
en um nætur hýstir í stíu. Fóðrið
var sambærilegt og árið áður, kjúk-
lingafóður, varpkögglar og seiða-
fóður og til öryggis gefið smávegis
fóðurger og alhliða vítamínblanda.
I byrjun voru gefnir tveir hlutar
Ungi I á móti einum hluta seiða-
fóðurs, en þegar þeir voru átta
daga gamlir var byrjað að gefa með
Unga II og hlutföll þá 1:1:1, þegar
ungar voru 1/2 mánaðar gamlir var
búið að skipta Unga I út á móti
varpkögglum, en hlutföll 3ja fóð-
urtegunda þau sömu 1:1:1.
Ungar undu sér strax vel og
höfðu góða framför og þroska.
Stélmyndum var hafin hjá jDeim 14
daga gömlum, og vængfjaðra viku
síðar. Þegar ungarnir voru 15-16
daga gamlir undu þeir ekki lengur
að vera lokaðir inni í stíu um nætur
og fengu frjálsræði úr því. Þeir gátu
þá leitað eftir afdrepi í stíu og þar
lá frammi fóður og vatn og eins
undir pallbíl sem stóð þar á hlað-
inu. En flestar nætur Iágu þeir að
mestu niðri við vatn.
Ungar urðu seinna vatnsþolnir á
þessu vori en oft áður og voru ekki
fúsir að fara á vatn í byrjun. Fyrir
því sama vottaði á síðasta ári. Má
vera að seiðafóðurgjöf hafi þar
eitthvað að segja. Hef fengið sömu
tilgátur frá öðrum uppalanda.
Fóðurgjöf hjá ungunum 3ja vikna
gömlum var 1:1 af varpkögglum og
Unga II á móti 2 af seiðafóðri, og
frá 9 vikna aldri til helminga varp-
kögglar og seiðafóður. Hinn 10.
júlí voru 44 ungar merktir á hægri
fót með nr. 239-650 og frá 244-201
til 244-243. Ungarnir urðu
hvumpnir við merkingarumstang-
ið og treystu mér ekki að fullu fyrr
en undir hádegi daginn eftir. Þeir
voru tortryggnir fyrst um morgun-
inn, héldu mig enn vera haldinn
satistaeðli eins og þeir höfðu reynt
við merkingu daginn áður. Ungar
döfnuðu vel en voru í þörf fyrir að