Freyr - 15.05.1992, Blaðsíða 47
FRÁ
STOFNLÁNADEILD
LANDBÚNAÐARINS
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1993 þurfa að
berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkom-
andi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmd-
inni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og veðbókar-
vottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til fimm ára og
koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar um-
sækjanda eru.
Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu
1993 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk.
Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk.
Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó
að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni
liggur fyrir.
Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins
er óheirnilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en
opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja
sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en
Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í
viðkomandi jörð.
Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins,
útibúum Búnaðarbanka íslands og búnaðarsamböndum.
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS,
Laugavegi 120,105 Reykjavík.