Freyr - 01.09.1993, Síða 6
582 FREYR
17.’93
RITSTJÓRNARGREIN-------------
Talnaleikur í Háskólanum
Undirstöðuþarfir hvers mannsbarns eru
ýmsar. Þar má nefna föt til skjóls og mat til
viðurværis. Er þá margt ótalið. Af þessu er
matur einn stærsti útgjaldaliðurinn og um
leið er mikið lagt upp úr að halda verði á
matvælum í lágmarki. Vegna þess að mat-
urinn er lífsnauðsynlegur leggja allar þjóð-
ir höfuðáherslu á að vera sem minnst upp á
aðra komnar um öflun matvæla. Litið er á
meiri kostnað við matvælaframleiðslu í
einum heimshluta en öðrum sem trygging-
ariðgjald. Matvælaskortur vegna breyti-
legra framleiðsluskilyrða, heftra sam-
gangna, stríðsátaka eða annars, er slíkt
alvörumál að ábyrgir stjórnendur taka þar
sem minnsta áhættu.
Síðustu áratugi hefur sú afbrigðilega
staða komið upp í matvælaöflun í mann-
kynssögunni að framleitt er í ákveðnum
heimshlutum meira af mat en unnt er að
selja á kostnaðarverði. í því sambandi
skiptir ekki máli að stór hluti jarðarbúa
skortir mat, þeir hafa bara ekki ráð á að
kaupa hann fullu verði.
Afleiðing þessa er að á ofgnóttarsvæð-
um jarðar hefur myndast vítahringur. Of-
framleiðsla hefur valdið verðlækkun á mat
sem aftur hefur kallað á aðgerðir til að
draga úr framleiðslukostnaði, en þær að-
gerðir hafa hins vegar sums staðar orðið á
kostnað náttúrunnar og valdið mengun,
jarðvegseyðingu og öðrum náttúruspjöll-
um á lofti, láði og legi.
Jarðarbúum hefur farið ört fjölgandi á
þessum tíma, jafnframt því sem hvers kyns
tækni sem sparar vinnuafl hefur aukist.
Afleiðingin hefur verið vaxandi atvinnu-
leysi og í auðugum og iðnvæddum ríkjum
hefur verið leitast við að sjá fólki fyrir
atvinnu með því að greiða ríkisstyrki til
landbúnaðar og lækka um leið verð á
matvælum og flytja þau út á niðursettu
verði. Að baki því liggur einnig sú hugsun
að vald yfir matvælamarkaði gefur
pólitískt vald.
Gegn þessari skekktu verðmyndun á
matvælum (og fleiri verðmætum) er unnið
með samningagerð á vegum GATT en sú
samningagerð er þung í vöfum, m.a. af
áðurnefndum ástæðum um matvælaöryggi
og pólitískt vald.
ísland er norðarlega á hnettinum, þar
sem vaxtarskilyrði eru lakari en í suðlægari
löndum með hlýrra veðurfar. Hér er þó
unnt að framleiða ýmsar búvörur en aðrar
verður að flytja inn. Landbúnaður hér á
landi hefur verið verndaður líkt og land-
búnaður um mestallan heim en stór skref
hafa verið stigin síðustu ár til að draga úr
opinberum stuðningi við hann, útflutn-
ingsbætur aflagðar og framleiðsla löguð að
innanlandsmarkaði og margs konar hag-
ræðing í rekstri farið fram. Þá hefur verið
boðað að leyfður verði takmarkaður inn-
flutningur búvara sem unnt er að fram-
leiða hér á landi, ef eða þegar alþjóðlegir
viðskiptasamningar taka gildi, þ.e. EES
og GATT. Þetta hefur þegar og á enn
frekar eftir að þrengja að íslenskum bænd-
um, þannig að hagur þeirra hefur hríð-
versnað.
Um árabil hefur verið í gangi harð-
skeyttur áróður fyrir því að draga úr eða
hætta að vernda innlenda búvörufram-
leiðslu og opna fyrir innflutning að mestu
eða öllu leyti. Mest áberandi í þeim mál-