Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1993, Page 15

Freyr - 01.09.1993, Page 15
17.’93 FREYR 591 Páðunautafundur 1993 Jarðvegsvernd Ólafur Arnalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Sigmar Metúsalemsson, Landgrœðslu ríkisins Inngangur. Víðast hvar í heiminum er gerð sú krafa að nýting lands sé með þeim hœtti að ekki gangi á höfuðstól náttúrunnar. Stundum kemurþó fátœkt og eymd þróunarlanda í veg fyrir að unnt sé að ná þessu markmiði en þar standa gœði landsins ekki undir fjölgun fóiksins. Efnaðri þjóðir hafa aftur á móti margar hverjar sett ströng lög um nýtingu lands og veita miklum fjármunum til rannsókna á vandanum, landgrœðsluaðgerða og frœðslu. Það er augljós skylda hverrar þjóðar að gæta auðlinda sinna og nýta þær þannig að ekki gangi á gæði landsins. Á íslandi hefur geis- að mikil jarðvegseyðing um langan aldur, gróðurfari hefur stórlega hnignað og framleiðslugeta ís- lenskra vistkerfa er aðeins brot af því sem hún eitt sinn var. Menn eru ekki á eitt sáttir um ástæður eyð- ingarinnar. Þessar umræður end- urspegla kannski fyrst og fremst það að þekking okkar á hnignun lands og jarðvegseyðingu er um margt ábótavant. Það rannsókna- og þróunarstarf sem hér verður greint frá er unnið í samstarfi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins. Verkefnið hefur hlotið heitið jarðvegsvernd. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar á jarðvegseyðingu á íslandi. I því skyni er eyðingin rannsökuð og leitað aðferða við flokkun jarð- vegseyðingar og hversu alvarleg hún er. Auk þess eru reyndar að- ferðir til að gera kortlagningu á jarðvegseyðingu sem hagkvæm- asta. Breyttar aðstœður. Á alþjóðlegum vettvangi hafa hug- tökin sjálfbær þróun (sustainable development) og sjálfbær landnýt- ing rutt sér til rúms. í hugtakinu sjálfbær landnýting felst að nýting lands gangi ekki á höfðustól nátt- úrunnar þannig að hver kynslóð skili landinu í sama eða betra á- standi og hún tók við því. Með þeim menningarlega og viðskiptalega samruna sem nú á sér stað í Evrópu með EES samn- ingnum og aukinni samvinnu EB ríkja fylgja reglur um nýtingu lands og stefnt er að því að öll landnýting verði sjálfbær. Samkvæmt þessum reglum verða íslenskar fram- leiðsluvörur að teljast „umhverf- isvænar“ eða „vistvænar". í GATT samningnum er kveðið á um að refsitollar leggist á búvöru sem byggir ekki á sjálfbærum landbún- aði og framleiðslu byggða á rányrkju. Lög um beitarnýtingu og ítölu eru nú um margt að verða úrelt og þá ekki síst í ljósi aukinnar þekk- ingar á jarðvegseyðingu og þeirrar kröfu landgræðslumanna að ástand lands með tilliti til jarð- vegseyðingar verði ráðandi þáttur við mat á landi (Landgræðsla ríkis- ins 1991, Sveinn Runólfsson 1990). Til þess að það sé mögulegt verður að meta jarðvegseyðingu á þeim stöðum þar sem ákvarða á nýtingu beitilands. í framtíðinni munu kröfur um að nýting úthaga sé sjálfbær aukast, enda er það eitt af markmiðum Landgræðslu ríkisins að öll landnýting sé sjálfbær um næstu aldamót (Landgræðsla ríkis- ins 1991). Það er sjálfsögð krafa almennings að landnýting spilli ekki landi. Þessi krafa birtist mjög víða, svo sem í stefnumiðum stjórnmálaflokka og ríkisstjórna. Þetta er vitaskuld einnig sjónarmið allra bænda. Á undanförnum árum hafa orð- ið verulegar breytingar á lögum um framleiðsluhætti landbúnaðar- ins, m.a. á framleiðslustýringu. Tryggja þarf að breytingar á land- nýtingu verði í samræmi við gæði landsins. Aukin beit á alls ekki rétt á sér þar sem mikil jarðvegseyðing á sér stað, eða þar sem hún getur stuðlað að rofi. Því er aldrei mikil- vægara en nú að það liggi ljóst fyrir hvar jarðvegseyðing er svo mikil að ekki megi auka landnýtingu og hvar jarðvegsrof telst ekki vera alvarlegt vandamál. í þessu skyni eru rannsóknir og kortlagning á jarðvegseyðingu nauðsynlegur grunnur. Flokkun rofs. Jarðvegseyðing og aðferðir við flokkun hennar Til þess að takast á við þau öfl sem eyða gróðri og jarðvegi þarf skiln-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.