Freyr - 01.09.1993, Síða 17
17.93
FREYR 593
Rofdílar eru ein þeirra rofmynda
sem sérstaklega þarf að taka tillit
til vegna íslenskra aðstæðna. Þeir
eru lítil sár í gróðurþekju þar sem
ber jarðvegur er við yfirborðið.
Rofdflar eru ótrúlega algengir um
land allt þar sem beit er mikil.
Jarðsil. Jarðsil verður þegar jarð-
vegur skríður undan halla við það
að jarðvegur frýs og þiðnar á víxl.
Við það myndast stallar í hlíðarnar
og stundum allstórar tungur. Þessi
ummerki finnast nánast í öllum
grónum hlíðum landsins. Opin
jarðvegssár myndast auðveldlega
þar sem jarðsil á sér stað, ekki síst
þar sem er mikil beit. Peir rofdflar
sem þannig myndast flokkast sem
rof en stallarnir og tungurnar eru
einnig þáttur í skilgreiningu á þess-
ari rofmynd. Petta ferli hefur verið
mikilvirkt við að eyða gróðri og
jarðvegi í hlíðum landsins en oft án
þess að rofið sé áberandi (1.
mynd). Einnig er jarðsil oft undan-
fari skriðufalla. Strangt til tekið
væri réttara að tala um jarðsilsdfla
og jarðsilsstalla, en auðveldara er
að nota einfaldlega orðið jarðsil í
staðinn.
Vatnsrásir eru rásir í hlíðum sem
geta rofið jarðveg þegar vatn renn-
ur niður þær. Þær einkenna blá-
grýtissvæði landsins ásamt jarðsili.
Skriður flokkast í marga undir-
flokka, en sú flokkun er stutt á veg
komin og verður ekki rædd hér.
Auðnir eru samsafn lítið gróinna
landgerða sem mótast af mörgum
ferlum jarðvegseyðingar.
Um flokkun rofs á auðnum
Eins og áður er getið hefur yfir-
borð auðnanna jarðveg. Þetta
jarðvegsyfirborð er óstöðugt því
að gróðurinn vantar til þess að
vernda það gegn eyðingaröflun-
um. í flestum tilvikum eru auðnir
landsins ekki eðlilegt ástand, held-
ur hafa þær orðið til við jarð-
vegseyðingu. Á mörgum svæðum
kemur beit búfjár í veg fyrir að þær
grói upp aftur. Á svæði sem er illa
gróið, t.d. á afrétti, er skilgreint
rof á ógróna hlutanum.
Mörg erlend kerfi, sem meta
hversu alvarlegt rof er, nota hlut-
fall ógróins lands í heildarþekjunni
sem viðmiðun. Samkvæmt slíkum
kerfum (t.d. Eyles 1985) er land
sem er er nær ógróið talið í versta
flokki eyðingar, þ.e. gífurleg eyð-
ing (extreme erosion). Pess ber að
geta að sumar af auðnum landsins
eru ógrónar af náttúrulegum or-
sökum, t.d. eftir jökulhlaup eða
gjóskufall.
Líklega telja margir hin fjöl-
mörgu ógrónu svæði landsins vera
eðlilegan hluta íslenskrar náttúru.
Margir ættu því bágt með að sætta
sig við að slíkt land færi í versta
flokk eyðingar, þar sem krafist
væri tafarlausrar friðunar. Oft á
tíðum eru samt melarnir óeðlilegt
ástand landsins eins og áður sagði,
afleiðing margra alda nýtingar. En
vert er að taka fram að beit á
ógrónu landi á borð við mela kem-
ur í veg fyrir eða seinkar verulega
að gróður nái fótfestu. Slík land-
nýting er því ekki sjálfbær, hún er
skaðleg. En við teljum ekki rétt að
flokka slíkt land svo sem það væri á
hæsta stigi eyðingar, heldur förum
milliveg og reynum að meta rof
fyrir hvern undirflokk auðna. Ef-
laust er rétt að fara að huga að því
hve hlutdeild auðna á samfelldu
beitarsvæði má vera mikil án þess
að krafist sé friðunar, því að nýting
auðna er hvorki skynsamleg né
sjálfbær.
Ekki verður hjá því komist að
skilgreina rof á sandsvæðum, en
mörgum kann að finnast vafasamt
að kalla það rof jarðvegseyðingu.
Hér er einkum verið að kanna rof
og rofmyndir og orðið jarð-
vegseyðing var notað sem samheiti
rofs í ummræðum um aðrar rof-
myndir en auðnir. Það er nauðsyn-
legt að sandsvæði komi fram á
kortum sem ætlað er að sýna jarð-
vegseyðingu, enda má segja að slík
kort sýni fyrst og fremst rof.
Viðhorf gagnvart auðnum og
nýtingu þeirra eiga eftir að breyt-
ast þegar fram líða stundir og
þekkingu fleygir fram. Enda þótt
mikil eyðing eigi sér stað á auðnum
landsins er ekki þar með sagt að
þau svæði fari framalega í for-
gangsröð landgræðsluverkefna,
sérstaklega auðnir á hálendi. En
nýting lands sem einkennist af
auðnum, hvort sem er á láglendi
eða hálendi, er eigi að síður mjög