Freyr - 01.09.1993, Síða 21
17.’93
FREYR 597
7. mynd. Svœði þar sem lokið er við að kortleggja jarðvegseyðingu í
mœlikvarðanum 1:100.000
1965, Siddoway 1988) og „The
Universal Soil Loss Equation"
(Wishmeier og Smith 1978). Flest
reiknilíkön af þessu tagi mæla tap
jarðvegs beint, oftast í tonnum sem
tapast af hverjum hektara á ári
(tonn/ha/ári). Þessi líkön hafa
reynst mjög vel og hafa verið notuð
í einhverri mynd víða um heim.
Við aðrar aðstæður, eða þar sem
miðað er við rofmyndir frekar en
einstök ferli, kunna slíkar viðmið-
unartölur að vera óhagkvæmar og
stundum beinlínis villandi.
Á Nýja-Sjálandi eru beitilönd
útbreidd og við kortlagningu á rofi
hafa Nýsjálendingar flokkað rof-
myndir en ekki rofferli. Nýsjálend-
ingar miða við hlutdeild ógróins
lands við mat á rofi (fyrir vindrof,
vatnsrof og grjóturðir), en svipuð-
um aðferðum er beitt víðar, m.a.
fyrir beitilönd í Bandaríkjum. Á 2.
töflu er sýnt mat Nýjsjálendinga á
vindrofi, vatnsrof og grjóturðum
til frekari skýringar.
Islendingar hafa sín á milli yfir-
leitt talað um jarðvegseyðingu sem
tap á grónu landi. Þannig er metið
hve mikil gróðurhula hefur tapast
frá því að landið byggðist (t.d.
Ingvi Þorsteinsson 1971) og hug-
leiðingar Sturlu Friðrikssonar
(1988) í tengslum við mælingar á
rofhraða hafa slíka viðmiðun. Að
miða við tap gróðurlendis endur-
speglar að hluta grundvallar mis-
mun á viðhorfum til jarðvegs frá
því sem þekkist víða annars staðar.
Þar sem menn yrkja jörðina horfa
þeir fyrst og fremst til jarðvegsins
sem auðlindar. Hérlendis er oftar
litið til gróðursins á yfirborðinu. Ef
gróðurhulan er rofin tapast nær öll
dýrmætasta moldin en eftir situr
rýr jarðvegur á auðnum. Því er
þessi viðmiðun að mörgu leyti eðli-
leg, en hún gengur þó ekki ein og
sér við mat á rofi eins og síðar
verður vikið að.
Hin hefðbundna íslenska aðferð
að nota tap á grónu landi sem
viðmiðun verður sérstaklega hæp-
in þar sem land er illa gróið. Tök-
um sem dæmi land sem er lítið
gróið og er á lokastigi eyðingar
(6. mynd). Tap sem nemur aðeins
nokkrum tugum fermetra á slíku
landi þýðir samt að það tapast um-
talsverður hluti gróðurlendisins.
Þá ber einnig að hafa í huga að ef
lítið gengur á gróður á illa grónu
landi myndi rofið teljast lítið ef
aðeins er miðað við tap á grónu
landi. Með því er verið að gefa í
skyn að ógróna landið umhverfis
börðin sé talið eðlilegt ástand þar
sem lítið rof á sér stað. Við flokkun
rofmynda var aftur á móti gengið
út frá því að rof eigi sér stað á
ógrónu landi.
Við gerð kvarðans fyrir rof var
ákveðið að nota mismunandi við-
miðun fyrir hverja rofmynd fyrir
sig. Þar sem eru greinileg rofsár
sem skilja að gróið og ógróið land,
er höfð hliðsjón af hve mikið tapast
af grónu landi (tap í hekturum á
hvern ferkílómeter á ári; ha/km:/
ári). Einnig er metið tapið í ha/knr
gróins lands á ári, sem gefur til
kynna hve stór hlutdeild gróður-
lendis tapast á hverju ári. Þessar
viðmiðanir standa ekki einar og
sér, því að einnig er rétt að taka
tillit til taps á jarðvegi af ógrónu
landi, t.d. með vatni og vindum.
Ennfremur er tekið tillit til þess að
ógróið land er á mörgum stöðum
ekki eðlilegt ástand lands.
í upphafi var ákveðið að hafa 5
einkunnir fyrir jarðvegseyðingu og
var Mývatnssvæðið kortlagt með
slíkum rofkvarða. Síðar kom í ljós
að einn flokk vantaði til þess að
lýsa landi sem er á mörkum nokk-
urs rofs og mikils rofs. Rofkvarð-
inn sem nú er notaður er sýndur í
3. töflu. Þessi kvarði er að mörgu
leyti svipaður þeim sem notaðir
eru víða erlendis, m.a. á Nýja-
Sjálandi (Eyles 1985). Með kvarð-
anum er lagður óbeinn mælikvarði
á rof sem á sér stað. Sú nálgun er
kannski óalgengari en að meta rof-
hættu (sjá t.d. Morgan 1986),
rofgirni jarðvegsins (t.d. Manrique
1988, Morgan 1986) eða rof með
tölfræðilíkönum á borð við
„vindrofsjöfnuna”. I töflunni eru
einnig tíundaðar tillögur er varða
beit á úthaga í samræmi við hverja
rofeinkunn.
Lokaorð
Hér að framan var leitast við að
skýra þá vinnu sem verkefnishópur
um jarðvegsvernd stendur að.
Frh. á bls. 607.