Freyr - 01.09.1993, Page 26
602 FREYR
17.’93
Verðmœtasköpun í veiðimálum
Árni ísaksson, veiðimálastjóri
Inngangur.
Nú ganga yfir íslenska þjóð einhverjir erfiðustu tímar, sem hún hefurþurft við að glíma í
nœrfellt 25 ár. Verulegur samdráttur hefur orðið í þjóðartekjum vegna samdráttar í
fiskafla. Slíkar sveiflur eru mjög tíðar í þjóðfélögum, sem byggja á fiskveiðum, og ein
ástœða þess er að finna þarf fleiri stoðir fyrir þjóðarbúskapinn.
Þótt samdrátturinn komi við alla
landsmenn virðist ljóst, að hann
komi sérlega illa niður á dreifbýli,
bæði til sjávar og sveita. Því er
sérstaklega mikilvægt að hyggja að
nýsköpun í atvinnulífi, sem tengist
náttúrulegum aðstæðum til sveita
eða við sjávarsíðuna.
Innan málaflokks veiðimála eru
mörg slík tækifæri, sem þegar eru í
þróun, auk hefðbundinna hlunn-
inda, þ.e. veiði í ám og vötnum. Af
nýsköpunartækifærum ber hæst
margvíslegan veiðiskap í tengslum
við ferðaþjónustu og hafbeit á laxi,
sem er að verða veruleg atvinnu-
grein á Vestur- og Suðurlandi,
bæði sem framleiðsla á laxi til út-
flutnings og í þeim tilgangi að
veiða endurheimtan lax á stöng.
Mun ég nú víkja nokkuð að
verðmætasköpun í veiðimálum,
fyrst í tengslum við hefðbundinn
veiðiskap en síðan þá nýsköpun
sem er að eiga sér stað innan grein-
arinnar. Loks mun ég ræða rann-
sókna- og þróunarhlutverk Veiði-
málastofnunar innan þessa mála-
flokks.
Hefðbundin hlunnindi
Ljóst er að stangaveiði hér á
landi veltir verulegum fjármunum,
einkum í stærri laxveiðiám. Eitt-
hvað hefur orðið vart samdráttar á
þessu sviði sem öðrum, einkum í
dýrari ánum. Þrátt fyrir það má
áætla að hver stangveiddur lax gefi
af sér um 15-20 þúsund krónur og
er þá eingöngu miðað við tekjur
viðkomandi veiðifélaga af veiðián-
um. Heildartekjur bænda af hefð-
Arni Isaksson.
bundinni stangveiði eru því um kr.
500 milljónir og þar vegur laxveið-
in þyngst. Þetta þarf ekki að koma
neinum á óvart, þar sem myndar-
legustu bændabýlin eru iðulega á
bökkum laxveiðiánna og víða væri
öðruvísi umhorfs í sveitum lands-
ins, ef þessara hlunninda hefði
ekki notið við.
Þessar tölur gefa þó engan veg-
inn viðhlítandi upplýsingar um
heildarverðmætasköpun í tengsl-
um við stangveiði. Margar úttektir
hafa verið gerðar á verðmætum
stangaveiði erlendis og má reikna
með að heildarvelta í þjónustu og
verslun, sem tengist veiðiskap, sé
fimmföld miðað við verð veiðileyf-
anna. Því má telja líklegt að heild-
arvelta þessa málaflokks sé nálega
2,5 milljarðar kr. á núverandi
verðlagi. Þessu til stuðnings má
benda á að á árinu 1978 var áætlað
að erlendir veiðimenn einir hefðu
eytt hér gjaldeyri fyrir nálega kr.
250 milljónir á verðlagi ársins 1990
(Björn S. Guðbrandsson 1990).
Ekki þarf að fjölyrða um skatt-
tekjur íslenska ríkisins af þeirri
veltu og ljóst er að veiðiréttareig-
endur hafa greitt ríflega helming
tekna sinna í ýmis opinber gjöld,
sem ætti að tryggja verulegan
stuðning hins opinbera við þessa
atvinnustarfsemi.
Nýsköpun í atvinnulífi
Netaveiðar á silungi hafa verið
auknar verulega í nokkrum vötn-
um hér á landi eftir margra ára hlé.
Þessi starfsemi hefur að mestu ver-
ið unnin með stuðningi Fram-
leiðnisjóðs af Vatnafangi hf. í sam-
vinnu við Veiðimálastofnun.
Einnig hafa verið unnin sérstök
silungsveiðiverkefni á Austurlandi
með stuðningi norrænna sjóða.
Nokkur árangur hefur verið af
þessu starfi, þó að markaðsstaða
villibleikju sé óljós á erlendum
mörkuðum vegna óstöðugs fram-
boðs miðað við eldisbleikju.
Verulegar tilraunir hafa verið
gerðar til nýsköpunar á sviði fisk-
eldis og fiskræktar á undanförum
árum, þó að oft hafi verið farið
meira af kappi en forsjá og þess
ekki gætt að styrkja nægilega vel
við rannsóknarstarfsemi á viðkom-
andi sviði áður en til framkvæmda
kom. Helstu tækifærin hafa verið á
sviði lax- og bleikjueldis ásamt haf-