Freyr - 01.09.1993, Qupperneq 27
17.’93
FREYR 603
Hafbeitarstöðin Silfurlax hf. í Hraunsfirði á Snœfellsnesi er stœrsta hafbeitar-
stöð landsins og sleppir um þremur milljónum gönguseiða árlega. (Ljósm.
R.H.).
beit á laxi bæði til slátrunar og
stangaveiði.
Nauðsynlegt er að leggja áherslu
á að allar þessar atvinnugreinar
eru nýsköpun innan landbúnaðar,
þar sem eldis- og hafbeitarmögu-
leikar eru háðir náttúrulegum skil-
yrðum til sveita, þó að við sjávar-
síðu sé og þar að auki í forsjá
landbúnaðarráðuneytis. Sjóðir
landbúnaðarins verða að styðja
rannsókna- og þróunarstarfsemi í
stórfelldri laxahafbeit til jafns við
aðra nýsköpun í fiskeldi, þar sem
slík starfsemi er aðeins stækkuð
mynd af því ræktunarstarfi sem
verið hefur og er stundað í smáum
og stórum stíl í veiðiám allt í kring-
um landið. Öll þessi starfsemi hef-
ur sameiginlegra hagsmuna að
gæta varðandi tæknilega þróun og
ýmis önnur mikilvæg mál, svo sem
eftirlit með ólöglegum laxveiðum í
sjó og eru því stjórnunar- og þró-
unarleg heild. Auk þess að vera
tilltölulega umhverfisvæn, getur
stórfelld hafbeit skapað fjölmörg
atvinnutækifæri í dreifbýli, þó að
þau séu ekki bundin við einstök
lögbýli.
Eg mun nú víkja nokkrum orð-
um að nýsköpunartækifærum inn-
an flokks veiðimála og nefna þar
um dæmi.
Hafbeit með lax
Hafbeit er það nefnt, þegar
gönguseiðum er sleppt í sjó og þau
endurheimt í gildru eða á stöng,
þegar þau snúa aftur sem kyn-
þroska laxar eftir 1-2 ár í sjó. Haf-
beit hér á landi byggir á banni við
laxveiðum í sjó frá 1932 og hefur
verið stunduð sem tilraunastarf-
semi í Laxeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði í 30 ár. Pær tilraunaniðurstöð-
ur, ásamt þeirri sannfæringu að
bann við laxveiðum í sjó væri virt,
eru grundvöllur undir stórfelldri
fjárfestingu einkafyrirtækja á
þessu sviði undanfarin 10 ár.
Stærsta fyrirtækið í hafbeit hér á
landi er Silfurlax hf, sem hóf rekst-
ur upp úr 1986. Það rekur hafbeit-
arstöð í Hraunsfirði á Snæfellsnesi
og eldisstöðvar á Núpum í Ölfusi
og í Landmannahreppi. Fyrirtækið
er að minnihluta í eign erlendra
aðila sem hafa komið með um það
bil 1 milljarð króna inn í landið í
formi hlutafjár og áhættufjár-
magns.
Fyrirtækið selur lax aðallega til
Evrópu og fær mun hærra verð
fyrir laxinn heldur en fæst fyrir
hefðbundinn eldislax. Vegna
óhagstæðra sjávarskilyrða hafa
heimtur verið ófullnægjandi und-
anfarin þrjú ár en hafa batnað á
þessu ári, auk þess sem meðal-
þyngd á laxi jókst. Fyrirtækið áætl-
ar að framleidd heildarverðmæti
verði nær tvöföld á þessu ári miðað
við fyrra ár.
Ljóst er að fyrirtækið skilar ekki
hagnaði og eigendur líta enn á það
sem þróunarfyrirtæki. Mikilvægt
er að þessari starfsemi verði haldið
áfram, þar sem vitað er, að haf-
beitarbúskapur með lax er háður
sömu sveiflum í vistkerfi sjávar
eins og loðnu- og þorskveiðar ís-
lendinga. Nauðsynlegt er að hags-
munaaðilar í dreifbýli styðji af full-
um krafti við frekari þróun og
rannsóknir á þessu sviði. Fullvíst
er að, ef þessi starfsemi leggst af
vegna áhugaleysis eða skorts á
stuðningi, er ljóst að þráðurinn
verður ekki aftur upp tekinn næstu
10 árin. Er þá verr af stað farið en
heima setið í ljósi þeirra áhættu-
fjármuna, sem þegar hafa verið
lagðir fram.
Islendingar hafa algjöra sér-
stöðu í hafbeit, þar sem við einir
þjóða höfum bannað laxveiði í sjó.
Pví má reikna með að við yrðum
nær einráðir á nærliggjandi mörk-
uðum með hafbeitarlax næstu árin.
Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn
og írar, eru að hugleiða hafbeitar-
aðferðina en hafa nær óyfirstígan-
leg vandamál heima fyrir vegna
löglegra og ólöglegra sjávarveiða á
laxi.
Einnig má benda á að í hafbeit
erum við að stíga skref frá hefð-
bundnum veiðum og nýtingu
hlunninda inn í ræktun á hafinu.
Hér þurfa því sérfræðingar á sviði
haffræði, fiskifræði, og ræktunar
að sameina krafta sína og má þar
benda á viðamikið verkefni í kyn-
bótum á hafbeitarlaxi í Laxeldis-
stöð ríkisins og hjá Stofnfiski hf.
Til marks um umsvif þessa búskap-
ar hér á landi má benda á, að um