Freyr - 01.09.1993, Side 30
606 FREYR
17.’93
Endurreisn íslensks
skinnaiðnaðar og gœruverð
Valdimar Einarsson
íslendingar hafa um langt árabil búið við lífsskjör sem eru með því besta sem gerist í
heiminum. Það kemur því illa við þjóðina þegar samdráttur á sér stað og atvinnuleysi
eykst. Atvinnuleysi er eitt stœrsta vandamálið sem nútímaþjóðfélög verða að berjast
gegn, enda veldur það hvað mestri óvissu meðal þegnanna.
Hnignun íslensks
sklnnalðnaðar.
íslenskur skinnaiðnaður á að
baki sér langan og glæsilegan feril.
Mikið og gott starf hefur verið
unnið við vinnslu og vöruþróun.
Markaðsetning á íslenskum
mokkaskinnum og skinnavörum
hefur leitt til þess að gæði íslenskra
gæra eru alþekkt víða um heim og
um er að ræða eftirsótt hráefni til
skinnaiðnaðar.
Gjaldþrot íslensks skinnaiðnað-
ar hf. á Akureyri þarf samt ekki að
koma neinum á óvart. Samdráttur
í sauðfjárframleiðslu hefur leitt til
þessa að frá 1980 hefur gærum
fækkað úr um 900.000 á ári í um
600.000 á síðasta ári. Sérstaklega
hefur þessi samdráttur aukist síð-
ustu árin.
Heildaratvinna við frumfram-
Valdimar Einarsson.
leiðslu í landbúnaði fyrir árið 1991
var áætluð rúmlega 5000 ársverk.
Sá samdráttur sem hefur átt sér
stað í framleiðslu síðan 1991 hefur
leitt til aukins atvinnuleysis í sveit-
um. Ekki er óraunhæft að áætla að
á síðustu tveimur árum hafi árs-
verkum við frumframleiðslu fækk-
að um 10-15%. Áhrif aukins at-
vinnuleysis í sveitum kemur hins
vegar ekki fram í skráðu atvinnu-
leysi nema að óverulegu leyti þar
sem um flatan niðurskurð á fram-
leiðslurétti er að ræða. Reikna má
með svipaðri þróun fram að alda-
mótum.
Samdráttur í landbúnaði hefur
fram að þessu haft óveruleg áhrif á
atvinnuástand í öðrum greinum.
Krafa um aukna framleiðni mun
leiða til þess að um 25-30% árs-
verka, sem tengjast landbúnaði
beint eða óbeint, hverfa fyrir lok
aldarinnar.
Þessar tölur gera að sjálfsögðu
ráð fyrir að alþjóðasamningar um
fríverslun með landbúnaðarvörur
Tafla 1. Verð á gœrum á Bretlandsmarkaði (tll sláturleyflshafa).
Mánuður 1987/88 1988/89 1989/90 1990/1991 1991/92 1992/93
Nóvember........................... 6,40 4,30 6,20 1,44 2,54 2,14
Desember........................... 6,43 5,00 6,20 1,46 2,88 2,54
Janúar............................. 6,50 4,50 6,01 1,86 3,18 3,21
Febrúar............................ 5,90 5,40 5,89 1,96 3,32 3,12
Mars............................... 7,00 5,10 5,39 1,76 3,47 3,50
Apríl.............................. 6,60 6,00 5,60 1,86 3,66 3,66
Meðaltal (pund)...................... 6,47 5,05 5,88 1,72 3,18 3,03
Meðalgengi (kr/p)................... 66,64 83,30 98,16 106,08 103,97 97,09
*VerðíBretlandi ...................... 431 421 577 183 330 294
*Verð á íslandi....................... 237 209 236 205 205 205
Mismunur%............................. 82% 101% 145% -11% 61% 43%
* Verð á gærum miðast við óverkaðar gærur í Bretlandi, en saltaðar á íslandi.