Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 4
Grænfóður handa mjólkurkúm Afkoma í mjólkurfram- leiðslunni byggir á gróf- fóðuröflun búanna, gæð- um þess og gerðum. Grænfóður- ræktun eykur fjölbreytni fóður- skammtsins, getur brúað bilið miðsumars og lengir beitartímann að hausti. Tilraunir hafa sýnt að grænfóður eykur átgetu gripa og afurðir. Hin síðari ár hefur græn- fóðurræktun aukist hjá bændum. Kemur það til af auknum áhuga á kornrækt og sáðskiptum auk styttri endingar vallarfoxgrass í sverði í samanburði við margar aðrar grastegundir. Til eru ýmsar gerðir grænfóð- urs; grasa- eða krossblómaættar og snemm- eða seinþroska teg- undir. Sitt sýnist hverjum um hin- ar ýmsu tegundir og valið ræðst gjarnan af væntanlegri notkun og þekkingu á ræktun viðkomandi tegundar. Hafí vel tekist til eitt ár- ið með viðkomandi tegund vilja menn gjarnan festast í þeirri rækt- un og telja hana „hina einu sönnu.“ Haustið 1998 var í gangi tilraun á Stóra Ármóti á mjólkurkúm sent voru fóðraðar á þremur mismun- andi gerðum grænfóðurs. Um var að ræða seinþroska tegundirnar vetrarrýgresi, vetrarrepju og fóð- urmergkál. Heppilegur vaxtartími viðkomandi tegunda er 80 - 120 dagar hjá rýgresinu og repjunni en 120-150 dagar hjá fóðurmergkál- eftir Sigríði Bjarnadóttur tilrauna- stjóra Stóra- Ármóti Tilraunir sýna að: • grænfóður eykur fjölbreytni í fóðrun mjólkurkúa • grænfóður eykur átgetu gripa og afurðir • grænfóðurátið er í hámarki hjá gripunum að u.þ.b. 100-125 vaxtar- dögum liðnum (fyrri talan á við vetrarrýgresi og vetrarrepju, seinni talan á við fóðurmergkál) • miðað við frjálst át þurfa 30 kýr í 30 daga 1,3 - 1,8 ha grænfóðurs, háð uppskeru • uppskeran hefur meiri áhrif á afkomuna en tegundavalið • aðföng við ræktun þarf í mismiklu magni og eru á mismunandi verði inu. Fóðurmergkálinu var sáð á undan hinum tegundunum til þess að allar gerðirnar yrðu sem best „tilbúnar“ þegar að notkun kæmi. Tafla 1 hefur að geyma upplýsing- ar um sáningu, áburð og efnainni- hald viðkomandi tegunda. Um er að ræða svipað fóður m.t.t. orku- og AAT-innihalds. Próteinið er lægst í fóðurmergkál- inu og hæst í rýgresinu enda PBV- innihaldið í samræmi við það. Gripirnir voru bundnir inni í septemberbyrjun. Þeir fengu rúlluverkað vallarfoxgras að morgni (63% þe., 6 kg/dag) en grænfóðrið var tekið ferskt af velli og gefið frá hádegi. Grænfóður- skammturinn lá fyrir þeim þar til morguninn eftir og gjöf næsta dags tók mið af leifum morguns- ins. Með því móti var hægt að fá yfirlit yfir át hvers grips. Um var að ræða 18 kýr, dreift jafnt á 1. kálfs, 2. kálfs og eldri kýr. Þær voru mislangt komnar frá burði, frá 6 upp í 30 vikur við upphaf til- raunar. Þær fengu kjamfóður í samræmi við nyt, frá 0 og upp í 6 kg á dag. Kýrnar hreinsuðu upp vallarfoxgrasskammtinn sinn að morgni en tóku misvel í grænfóðr- ið. I töflu 2 má sjá hinar ýmsu upplýsingar er varða át, afurðir og holdafar kúnna á tilraunatímabil- inu. I magni átu kýrnar minnst af rý- gresinu og mest af repjunni. Rý- Tafla 1. Upplýsingar um vetrarrýgresi, vetrarrepju og fóðurmergkál notað í fóöurtilraun á Stóra Ármóti 1998. Tegund qrænf. Sáð- tími Fræ kg/ha Áb.* kg/ha Vaxtar- daqar Þe. % Efnainnihald í kg þe. ** Melt.% FEm Prót% AAT PBV Vetrarrýgresi 14.06. 40 730 Gr5 98 14,8 81 0,97 18,09 81 41 Vetrarrepja 14.06. 10 830 Gr5 98 11,4 83 0,99 16,96 83 27 Fóðurmergkál 17.05. 7 830 Gr5 116 14,0 81 0,98 14,03 81 2 * Auk þess var Magni 1 borinn á allt grænfóðrið miðsumars, 193 kg/ha. ** Meðaltal 14 sýna tekin á tímabilinu 02.09.-09.10.1998. 4- FREYR 4/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.