Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 24
Förgun kúa
Einn þáttur upplýsinga sem fellur
ekki að einkunnauppgjöri eru upp-
lýsingar um förgun kúa úr einstök-
um dætrahópum. Þessar upplýsing-
ar eru ætíð skoðaðar áður en gengið
er frá afkvæmadómum nautanna
vegna þess að sum ár hefur mátt sjá
þar ákveðnar vísbendingar sem
ástæða er til að taka tillit til.
Þegar þessar upplýsingar eru
skoðaðar að þessu sinni eru þar í
raun ekki mörg viðvörunarmerki að
sjá. Eins og lesendur þekkja hefúr
förgun á kúm stóraukist á siðustu
árum. Þegar tölur nú eru bomar
saman við tölur fyrir síðasta árgang
úr afkvæmarannsókn þá virðist
förgun nú samt vera hlutfallslega
minni sem verður að teljast jákvæð
vísbending. Þau naut, sem fargað er
flestum dætmm undan, bæði í bein-
um fjölda og einnig hlutfallslega em
Beri 92019, Geysir 92023 og Koti
92008. Þær niðurstöður þurfa tæp-
ast að koma mikið að óvart í ljósi
þess sem þegar er komið fram um
dætur þessara nauta. Meðal margra
nauta er raunar sáralítil förgun
dætra og á það við um Geisla
92018, Tjakk 92022, Skugga 92025
og Vetur 92031. Um tvö síðasttöldu
nautin verður samt að geta þess að
þau eiga yngri dætur en flest hinna
nautanna þannig að líkur á forgun
meðal dætra þeirra ættu þess vegna
að vera minni.
Förgunarástæður em langalgeng-
astar vegna júgurbólgu og spena-
slysa og er tíðni þess í flestum hóp-
um á bilinu 40-70% en þegar ekki
er um meiri fjölda að ræða en raun
ber vitni er varhugavert að draga
nokkrar frekari ályktanir af slikum
hlutfallstölum. Einnig vekur at-
hygli að förgun vegna lélegra af-
urða er yfirleitt sáralítil, mest er
hún hjá dætram Sæþórs þar sem
sex kúm er fargað af þessari
ástæðu, en í allmörgum hópanna er
engri kú fargað af þessari ástæðu.
Afkvæmadómurinn
I grein um kynbótamat á öðrum
stað í þessu blaði er gerð grein fyrir
hvemig heildareinkunn nautanna er
byggð upp, en í töjlu 2 em gefnar
allar einkunnir nautanna fyrir ein-
staka eiginleika ásamt heildareink-
unn.
í greinum hér í blaðinu á síðasta
ári var gerð grein fyrir hvemig meti
megi úrval innan hvers árgangs
nauta, en ljóst er að það úrval er
það sem í raun ræður kynbóta-
árangrinum hverju sinni vegna þess
að aðrir úrvalsþættir mega sín
fremur lítið í samanburði við þenn-
an. Hér er mjög ffóðlegt að skoða
hvemig til tókst með úrval í árgangi
nauta ffá 1984 en úr þeim hópi
koma feður allra þeirra nauta sem
hér er verið að fjalla um. Þegar
þessi mynd, nr. 6, er borin saman
við einkunnir nautanna má sjá að
úrvalið í nautaárganginum virðist í
meginatriðum endurspeglast í þess-
um nautum. Þetta er aðeins skýr
staðfesting á því að það úrval sem
framkvæmt er á hverjum tíma skil-
ar sér mjög skýrt í tímans rás. Vem-
leg ástæða er til að vekja á því at-
hygli að þegar val þessara nauta fór
fram þá var ekki enn farið að greiða
bændum mjólk eftir próteinmagni,
þannig að þá var ekki farið að velja
nautin á gmnni próteins eins og
gert hefur verið síðustu ár heldur
fyrst og fremst með tilliti til mjólk-
urmagns. Því síður var á þeirn tíma
nokkur áhugi meðal bænda á að
gefa mikinn gaum að frumutölu í
mjólk og ekki farið að taka tillit til
þess þáttar við val nautanna. Hinn
feikilega langi ræktunarferill verð-
ur ætíð að vera ljós þegar mat er
lagt á árangur starfsins.
Þeir þættir sem megináhersla var
lögð á við val þessara nauta hafa
hins vegar skilað sér mjög rækilega
hjá dætmm þeirra. Aldrei hefur
komið fram hópur nauta sem stend-
ur jafhfætis þessum hópi um af-
urðasemi dætra. Einnig stendur
hópurinn sem heild mjög vel gagn-
vart eiginleikum eins og mjöltum,
skapi og spenum. Þessum kúm er
einnig raðað hátt að gæðum af
bændum.
Ástæða er einnig til að fara um
það örfáum orðum hvað megi lesa
úr kynbótamati um próteinhlutfall í
mjólk. Þegar gripimir em metnir þá
er tekið tillit til hins sterka nei-
kvæða sambands sem er fyrir hendi
á milli mjólkurmagns og prótein-
hlutfalls í mjólk hjá íslenskum
kúm. Þess vegna er kynbótamat
nauta, sem gefa fádæma mjólkur-
lagnar kýr, eins og t.d. Poki 92014
og Beri 92021, sjálfvirkt fært niður
vegna próteinhlutfalls. í raun em
þessi naut að gefa dætur sem liggja
að meðaltali 0,1-0,15 einingum
undir meðaltali fyrir próteinhlutfall
mjólkur.
Eins og áður er nautunum við af-
kvæmadóm skipað í þtjá flokka. A-
dóm fá þau naut sem ætlunin er að
verði notuð sem nautsfeður, B-dóm
fá þau naut sem dæmd em hæf til
24- FREYR 4/99